Úrval - 01.08.1947, Page 84
82
ÚRVAL
verða að bíða eftir vexti í ánni í
nokkrar vikur eða jafnvel mán-
uði, léttast þeir; 15 punda lax
léttist urn 2—3 pund á rúmum
tveim mánuðum.
Aðrir laxar, einkum þeir sem
merktir hafa verið í suðvestur-
hluta Nýfundnalands, Vestur-
Skotlandi og Vestur-Noregi,
hafa náðst langt frá merking-
arstöðvunum. Lengst hafði far-
ið lax úr St. Lawrencefljóti sem
náðist norður við Labrador,
tvö þúsund mílur frá merking-
arstöðinni. I Norður-Noregi
hafa slóðir laxins verið raktar
allt austur til Pechoraárinnar í
Norður-Rússlandi, en þar eru
austur-landamæri laxins, aust-
ar lifir hann ekki. Merktir
laxar hafa ferðast milli Skot-
lands og Noregs, en ekki er
vitað um dæmi þess, að þeir
hafi farið yfir Atlantshafið.
Allir þeir merktu laxar, sem
náðst hafa, virðast hafa verið á
leiðinni heim til æskustöðvanna.
Merkingar gefa ekki aðeins
vísbendingu um ferðir laxanna,
heldur einnig hraðann, og það
hefir komið í Ijós, að því lengri
sem ferðin er, því meiri er hrað-
inn; einkum er þetta Ijóst af
norskum skýrslum. Þar segir t.
d. frá laxi, sem náðist 1100 km
frá merkingarstöðinni tæpum
tíu dögum eftir að hann var
merktur; hann hafði með öðr-
um orðum farið 110 km á dag
að meðaltali. Fullorðnir laxar í
sjó ferðast sjaldan minna en 15
til 40 km á dag.
Menzies taldi, að orsakir
veiðibrestsins í brezkum ám ár-
ið 1945 væri að finna á upp-
eldistöðvunum í hafi úti en ekki
í sjálfum ánum, því að þetta ár
hefði veiðin einnig brugðist í
Noregi, íslandi og Kanada. Þeg-
ar laxinn er á ferð í sjó, syndir
hann á rúmlega tveggja metra
dýpi; en þó að stundum finnist
síld og sandsíli í löxum í sjó, eru
menn næsta ófróðir um það á
hverju laxinn lifir. Laxar, sem
nást upp við ströndina, eru
næstum undantekningarlaust
með tóman maga.
OO A CCi