Úrval - 01.08.1947, Page 85
Merkasta nýjungin í rsekt-
unarmálum er —
V a tn s rœ k t.
Grein úr „Magazine Digest“.
T^INU sinni fyrir æfalöngu
voru tveir kínverskir lær-
dómsmenn að vinna hvor að
sínum tilraunum. Annar bland-
aði saman lyktsterkum auft-
efnum og bar eld að. Þegar
reykurinn var rokinn burtu,
söfnuðu áhorfendurnir saman
sundurtættum líkamshlutum
uppfinningamanns púðursins
Hinn dreifði baunum á votan
poka, sem breiddur var yfir
fullan bala af vatni. Baunirnar
skutu blöðum og rótum og var
gerður úr þeim Ijúffengur rétt-
ur, sem síðan varð þjóðarréttur
Kínverja. Þessi maður fann upp
vatnsrækt.
Það er táknrænt, að mann-
kynið tók fyrmefndu uppfinn-
ingunni tveim höndum, en sinnti
ekki hinni síðarnefndu. Það var
ekki fyrr en þúsund árum
seinna, þau árin sem púður-
framleiðslan og púðurnotkunin
i heiminum náðu hámarki, að
þeir sem aftur fundu upp
vatnsræktina, reyndu að kveða
sér hljóðs upp yfir þórdunur
styrj aldarinnar:
”Hættið! Við höfum fundið
upp aðferð, sem gerir öll land-
vinningastríð ónauðsynleg! Með
þessari aðferð getum við ræktað
nægilegt viðurværi handa einum
manni á einum og hálfum fer-
metra!“
Auðvitað var þetta of seint,
en eftir stríðið hefur engin
nýjung í ræktunarmálum vakið
eins mikla athygli og vatns-
ræktin. Víðsvegar um Ameríku
eru bændur, sem snúið hafa
baki við moldinni. Þeir rækta
jurtir sínar í hálmi, ösku eða
sandi og gefa þeim nákvæmlega
blönduð næringarefni, uppleyst
í vatni.
Stærsta vatnsræktarstöð
Ameríku er þó ekki í Banda-
ríkjunum. Hún er á 22 hektara
stórri flatneskju, sem áður var