Úrval - 01.08.1947, Side 94

Úrval - 01.08.1947, Side 94
92 ÚRVAL væri að ala upp þennan eigin- leika hjá mönnunum. Ef til viil hefðu nazistarnir reynt það, ef þeir hefðu sigrað. En slíkt væri vissulega skref aftur á bak. Maðurinn er ekki aðeins gáf- aðasti ættbálkur spendýranna. Hann er einnig margbreytileg- astur, ef frá eru talin húsdýr eins og t. d. hundarnir. Háralag, hörunds- og augnalitur er mjög breytilegt, jafnvel innan sömu þjóðar. Einkum á það við um þann kynstofninn, sem mestu ræður nú í heiminum: hvíta kyn- stofninn eða Evrópumenn. Þessi margbreytileiki á senni- lega ekki rót sína að rekja til blöndunar ólíkra kynstofna fyrr á tímum. Það er t. d. engin á- stæða til að ætla, að nokkru sinni hafi verið til kynstofn, þar sem allir einstaklingar voru rauðhærðir. Og höfuðkúpulag er jafnbreytilegt í 6000 ára gömlum kirkjugörðum og í nú- tímakirkjugörðum. Breytileiki mannanna nær engu síður til andlegra en líkam- legra einkenna. Ég er t. d. lag- laus. Ég get ekki þekkt í sund- ur algeng lög. Eg er nokkurn veginn viss um, að þetta er arf- gengt. Ég er einnig betri stærð- fræðingur en almennt gerist, og ég er í litlum vafa um, að ég hef erft meira en meðalgóða hæfileika til að Iæra stærðfræði, Að vísu hafði ég góða aðstöðu til að læra stærðfræði, en einnig til að læra tónlist. Við vitum mjög lítið um ástæðuna til mis- munandi afreka einstakling- anna, en við vitum nógu mikið til að vera nokkurn veginn viss um, að meðfæddur mismunur á hæfileikum ræður miklu í þeim efnum. Ég held að þessi andlegi margbreytileiki hafi ráðið miklu um velgengni mannkynsins, og að miklu skipti fyrir áfram- haldandi velgengni þess, ekki aðeins í fjarlægri framtíð, held- ur einnig á næstu árum, að menn geri sér þetta að fullu Ijóst. Ég skal skýra þetta nánar. Einn af starfsbræðrum mínum, maður sem er handlægnari en ég, og senniíega gáfaðri, er einnig mjög söngelskur og hefði getað orðið tónlistarmaður að atvinnu. Ef ég hefði tónlistar- hæfileika hans, hefði ég ef til vill eytt eins miklum tíma í iðk- un tónlistar og hann, á kostnað vísindastarfa minna. Það er sennilegt, að lagleysi mitt sé ávinningur, ekki aðeins fyrir þjóðfélagið, heldur einnig fyrir
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.