Úrval - 01.08.1947, Qupperneq 98
96
ÚRVAL
Hvernig svo sem við viljum,
að afkomendur okkar verði,
viljum við ekki, að þeir verði
blindir, heyrnarlausir eða mátt-
lausir. Nú eru þessir líkams-
gallar stundum arfgengir,
sprottnir af ríkjandi erfðaeigin-
leikum, og mætti því ætla að
hægt væri að útrýma þessum
erfðaeindum. Til dæmis eru
vissar tegundir af vagli í augum
arfgengar, og af börnum
manns með þannig vagl, verður
um það bil helmingurinn með
vagl. Því hefur verið haldið
fram, að ef allt slíkt fóik yrði
gert ófrjótt, mundi vagl hverfa
úr sögunni. Þetta var ein af
hugmyndunum, sem Hitler
byggði á löggjöf sína um heil-
brigði kynþáttarins.
En forsendan er röng, af því
að þessar skaðlegu erfðaeindir
eru stöðugt að myndast við
stökkbrey tingu (mutation).
Öðru hverju ber það við, að
heilbrigðir foreldrar eignast
barn með skaðlegum, ríkjandi
erfðaeindum, sem síðan erfast
áfram þangað til náttúruval út-
rýmir þeim að nýju. Þetta
tvennt helzt nokkurn veginn í
jafnvægi. Dvergar eiga t. d.
fimm sinnum færri börn að
meðaltali en annað fólk. Það er
því aðeins einn af hverjum fimm
dvergum afkvæmi dvergs, hinir
fjórir eru afkvæmi foreldra
af eðlilegri stærð. Þó að
allir dvergar af þessu tagi yrðu
gerðir ófrjóir, mundi dvergum
aðeins fækka um fimmtapart.
Tilfellum af dreyrasýki
(skortur á storknunarefni í
blóðinu) mætti fækka um ná-
lega helming með því að koma
í veg fyrir að dreyrasjúkir
menn eigi börn með konum, sem
bera í sér dreyrasjúkar erfða-
eindir. Arfgengu vagli er ekki
hægt að fækka þannig nema um
einn tíunda. Sumum geðsjúk-
dómum mætti fækka nokkuð,
svo og skarði í efri vör og fleiri
líkamságöllum. Þetta væri vel
þess virði að gera það, en or-
ustan mundi aldrei vinnast að
fullu, kynstofninn aldrei að
fullu hreinsast.
Verið getur, ef þekkingu
okkar væri lengra komið, að
við mundum komast að raun
um, að einn eða jafnvel fleiri af
hverjum hundrað mönnum
hefðu í sér óæskilegar, ríkjandi
erfðaeindir, sem hægt yrði að
útrýma með réttum ráðstöfun-
um. En hvernig ættu þær ráð-
stafanir að vera? Margir telja
æskilegt, að þessir einstaklingar