Úrval - 01.08.1947, Page 108
106
tTRVAL
var enginn maður til að taka
afleiðingunum. Það var því ofur
eðlilegt, að lan Cawper, sem
annars var mesta friðsemdar-
ljós, léti til sín taka.
„Snáfaðu burtu, áður en ég
gef þér einn á smettið," sagði
lan.
Venjulega enda öll orðaskipti,
þegar hér er komið. Annað
hvort slást menn eða muna allt
i einu eftir því, að þeir þurfa að
sinna einhverju ákaflega þýð-
ingarmiklu starfi annars staðar.
En tatarinn var öðruvísi. Hann
kipraði aðeins saman augun og
bandaði hendinni á dularfullan
og ógnandi hátt að húsi Sams.
Svo mælti hann, með hátíðiegri
röddu: „Mene, mene, tzigani
om!“
„Hvað er þetta?“ varð Sam
að orði. „Við tölum ekki svona
mál hér í sveitinni.“
„Nú,“ sagði tafarinn, „máttu
■eiga hundinn. Verði þér að
góðu.“
Hann rak upp draugalegan
hlátur. 1 sama bili kvað við
þrumuhijóð, og það var ekki
gott að greina á milli þess, hvort
var þrumuhljóðið og hvort var
hláturinn. Svo hvarf tatarinn
á brott.
„Svei mér þá,“ sagði Sam.
„Það hlýtur að vera þrumuveð-
ur í Wuxley.“
Svo fór hann að hugsa urn
tatarann aftur.
„Það eru meiri bölvaoar
skepnurnar, þessir tatarar,
Ian,“ sagði hann, og kenndi
særðrar réttíætistilfinningar í
röddinni. „Að hugsa sér annað
eins — að bera upp á mig, að
ég hafi stolið tíkinni hans.“
lan kinkaði kolli og horfði á
eftir tataranum, sem var að
liverfa úr augsýn.
„Hvílík ósvífni," sagði Sam,
og lá við að honum svelgdist á
af ákafa.
„Já, það má nú segja,“ sagði
Ian. „En, Sam — nú skulum við
líta á hana.“
„Með ánægju, lan. Komdu
inn.“
Sam Ieiddi lan inn í húsið, og
á gólfábreiðunni lá undurfalleg
tík, svo sem eins árs gömul.
O
Sam var alls ekki viðbúinn
því, sem átti eftir að gerast.
Hann varð ekki var við annað
einkennilegt en það, að hund-
urinn var ákaflega vitur.
Hann skírði tíkina Piurry, og
hún var ekki sein að læra nafnið
sitt. Svo kenndi hann henni það,
sem hundum er venjulega