Úrval - 01.08.1947, Síða 114

Úrval - 01.08.1947, Síða 114
112 ÚRVAL „Viljið þið nú gera svo vel, að nefna peninginn, sem hún á að sækja,“ sagði Sam að lokum. „Bíddu,“ sagði Gaffer, „þú verður að vera hérna kyrr hjá mér. Þú mátt ekki benda henni ■á peningana með fætinum.“ „Sjálfsagt,“ sagði Sam. — „Hvaða pening á hún að sækja fyrst?“ „Flórínuna,“ sagði Gaffer íbygginn, því að hann vissi, að þessi silfurpeningur er af mjög líkri stærð og penný úr kopar. „Gott og vel,“ sagði Sam. „Það er flórínan, Flurry. Sæktu flórínuna.“ Tíkin gekk rakleitt að pen- ingunum og rak trýnið niður að pennýinu, en áhorfendur biðu í ofvæni og héldu niðri í sér and- anum. Svo sneri hún sér eld- snöggt að flórínunni, tók hana upp og bar hana til Sams. Það var dauðaþögn í kránni, meðan á þessu stóð, en svo gullu fagnaðarópin við. Flurry sótti peningana, einn af öðrum, eins og um var beðið. Sam tók við veðfénu, sem hann hafði unnið, og bauð öllum upp á krús af öli. Það var ausið lofi á hann og tík- ina, og menn voru að reyna að rif ja upp fyrir sér, hve langt væri síðan Gafferhefðitapað veðmáli. Gaffer þáði að vísu ölið, en færði sig að arninum, þar stóð hann og muldraði eitthvað við sjálfan sig. Hann var einmana maður. En að síðustu brá fyrir gleði- glampa í andliti hans. Hann gekk til Sams og klappaði á bak- ið á honum. „Heyrðu mig, Sam,“ sagði hann. „Mér datt svolítið í hug. Getur tíkin þín smalað fé?“ „Ég veit það ekki, Gaffer,“ svaraði Sam. „En hún gerir það, sem ég segi henni að gera.“ „Ágætt, Sam. Næsta sunnu- dag verður haldin smölunar- keppni í Lancashire. Pettigill kemur þangað með Tad sinn. Þú skalt æfa tíkina þína, svo að hún geti tekið þátt í keppninni. Hún er óþekkt, og ég get veðjað pundi á hana og fengið þannig tíu shillingana mína aftur og grætt tíu að auki.“ Sarn vildi ekki fallast á þetta í fyrstu, en þar sem allir lögðu fast að honum, lét hann loks undan. „Jæja, Flurry,“ sagði hann, þegar þetta hafði verið ákveðið, „hvernig lízt þér á að taka þátt í smölunarkeppni ?“ Hann sagði þetta á sama hátt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.