Úrval - 01.08.1947, Side 126
124
Ctrval
krána nokkur kvöld,“ sagði
hann við Flurry, ,,það dregur úr
umtalinu.“
„Má ég ekki fara líka?“
„Nei, þú verður að vera
heima eins og góð stúlka. Telpa
á þínum aldri á að hátta khikk-
an átta. Ég fer einn.“
O
Svo kom Muliy allt í einu
heim. Sam hafði ekki búizt við
henni svona fljótt. Hann var á
leiðinni í krána, til þess að fá
sér glas af öli.
Hann var í bezta skapi, því að
komur hans í krána höfðu lægt
gruninn og umtalið. Hann átti
ekki von á neinu óvæntu, sízt
Mully.
Þegar hann kom auga á hana
undir næsta götuljóskeri, hljóp
hann á móti henni með út-
breiddan faðminn.
„Mully! Af hverju sagðir þú
mér ekki, að þú værir að
koma!“
Mully bandaði hendinni, til
merkis um að hann ætti að
þegja.
„Þú ert svikalómur, Sam
Small,“ sagði hún. „Komdu ekki
nálægt mér.“
„Hvað hefi ég gert?“ spurði
Sam.
„Svei,“ hreytti Mully út úr
sér. „Þú myndir neita því, ef
ég segði þér það.“
Svo hófst áhlaupið fyrir al-
vöru.
„Ekki er ég fyrr farin út úr
dyrunum en þú ferð að halda
við stelpur. Og þú á þínum aldri,
Sam Small! ...“
„Ég get svarið, að ég hefi ekki
gert neitt af mér, Mully. Ég hefi
aðeins ...“
„Sko — sagði ég ekki, að þú
myndir neita?“
Mully rétti Sam ferðatösk-
una.
„Ég hefi orðið að burðast
með þetta. alla leið frá Hall-
by ...“
„Ef þú hefðir Iátið mig
vita ...“
„Nei, ég lét þig ekki vita. Ég
ætla að sjá allt með mínum eig-
in augum.“
Sam varð alveg utan við sig.
Hann fór að hugleiða, hvað
Mully myndi sjá. Svo stökk
hann fram fyrir hana.
„Lofaðu mér að fara á und-
an heim, Mully — svo sem tíu
mínútum á undan. Ég skal segja
þér frá þessu öllu, þegar þú ert
orðin rólegri ...“
„Ha! Þú játar þá á þig sök-
ina,“ sagði Mully og veifaði
regnhlífinni. „Farðu úr vegi