Úrval - 01.08.1947, Síða 130
Nœrri kviksett.
IJr „Almanaki Þjóðvinafélagsins 1888“.
eftir Trygj^va Gunnarsson.
EGAR amma mín, Valgerður
Briem, var milli tvítugs og
þrítugs, lagðist hún snögglega-
veik. Eftir nokkra daga þunga
legu kom yfir hana svo mikið
máttleysi, að hún lá sem líflaus
væri — skindauð. Þeir er við-
staddir voru álitu allir, að hún
væri dáin; var hún því áður en
dægrið var liðið lögð á líkfjöl
og byrjað að sauma utan um
hana. Hún heyrði hvert orð,
sem talað var kringum sig og
var með fullkomnu ráði og með-
vitund, en máttleysið var svo
magnað, að henni var ómögu-
legt að hræra legg eða lið. Eins
og nærri má geta féll henni
þungt að heyra harmtölur
þeirra er viðstaddir voru, og
vita að hún þyrfti að skilja við
alla, sem henni voru kærastir á
þann hátt að vera lögð með
fullri meðvitund lifandi niður í
gröfina.
Þegar því nær var búið að
sauma líkklæðin utan um hana,
átti síðast að brjóta línið utan
um fæturna; gat hún þá, sem
síðustu tilraun, með mestu afl-
raun kvikað lítið eitt stórutánni,
svo að kvenmaður sá, er saum-
aði líkklæðin, tók eftir því; voru
þá fleiri kallaðir til; gat hún
þá í annað sinn kvikað tánni
svo fleiri sáu.
Sem nærri má geta var fljót-
lega sprett upp líkklæðunum
aftur og hún lögð í rúmið aftur.
Áður en löng stund leið rankaði
hún við sér úr þessum þunga
dvala, og frískaðist vonum bráð-
ar, svo hún varð á stuttum tíma
alheilbrigð.
Eftir þennan viðburð átti hún
mörg börn, sem síðan voru
þekkt af mörgum og dó í hárri
elli 93 ára gömul.
Saga þessi er sönn; amma
mín hefir sjálf sagt mér hana.
En hér er hún sett þeim til at-
hugunar, sem eru staddir við
sóttarsæng og andlát manna.