Úrval - 01.12.1948, Qupperneq 79

Úrval - 01.12.1948, Qupperneq 79
BALZAC 77 samkvæmt borgaralegum hugs- unarhætti, töldu sér eigi lítinn virðingarauka að. Gabriel de Berny, fyrrverandi landsstjóri, var af göfugu bergi brotinn. Kona hans, sem var miklu yngri og ekki eins ættgöfug og hann, var þó stórum skemmtilegri per- sóna. Balzac eldri lagði sig í framkróka til að skemmta ná- granna sínum, sem var orðinn dálítið þunglyndur og einkenni- legur vegna sjóndepru, sem þjáði hann, en frú Balzac og frú de Berny urðu miklar vin- konur, enda á svipuðum aldri. Þegar Honoré kom heim, var tal- ið sjálfsagt, að hann gerði sitt til þess að treysta þessi vináttu- bönd enn betur. Foreldrar hans voru þeirrar skoðunar, að rétt væri að hann ynni eitthvað fyrir sér, auk ritstarfanna, og var hann því látinn kenna yngri bróður sínum, Henri, og Alex- andre de Berny. Það leið ekki á löngu áður en Balzachjónin fóru að veita því eftirtekt, að Honoré lagði leið sína til de Bernyfjölskyld- unnar á þeim dögum, þegar eng- in kennslustund hafði verið á- kveðin. Móðir hans var ekki lengi að finna lausn á þessari gátu. Honoré var ástfanginn, og það gat engin efi leikið á því, hver ástmeyjan var. Frú de Bemy átti fallega, unga dótt- ur, sem hét Emmanuéle. Það var óheppilegt, að móðir Honorés skyldi aldrei skilja hann til fullnustu. Ágizkun hennar í þetta sinn reyndist líka algerlega röng. Það var ekki hin yndislega, unga stúlka, held- ur móðirin, Lára de Berny, sem þegar var orðin amma, sem hafði töfrað Balzac. Það er mjög óvenjulegt, að hálffimmtug kona og níu barna móðir, geti vakið ástríðueld í brjósti ungs manns. En það var einmitt þessi móðureigind, sem Balzac hafði þráð svo mjög í bernsku og móðir hans hafði neitað honum um, sem fullnægði þörfum hans. Þessi kona, sem var á aldur við móður hans, jók honum sjálfstraust, þegar hún hlustaði á hann segja frá hinum djörfu fyrirætlunum, sem gagntóku hug hans. Frú de Berny hafði ekki hug- mynd um það firnaafl, sem hún var að leysa úr læðingi með því að vekja sjálfstraust hans, og hún vissi ekki heldur um hinn falda eld, sem augnaráð hennar eitt gat tendrað. Hana gat ekki rennt grun í, að aldur sinn hefði enga þýðingu í aug- um svo hugmyndaríks manns sem Balzac var. Hún, sem var bæði móðir og amma, var ein- ungis eftirsóknarverðari í aug- um hans fyrir þá sök. Vikum og mánuðum saman streittist hún á móti af öllu afli. En þetta var fyrsta ást Balzacs og hann lagði sig allan fram til að sigra. Sjálfstraust hans þarfnaðist ótvíræðs sigurs, og veik kona og vonsvikin í hjóna- bandi var þess ekki umkomin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.