Úrval - 01.12.1948, Blaðsíða 114

Úrval - 01.12.1948, Blaðsíða 114
112 tÍRVAL, geti var farinn, eftir að hafa sannfærzt um, að í „páfagauks- búrinu“ væri ekki annað muna en skrifborð, járnrúm og nokkr- ir verðlausir göngustafir, voru dýrgripir Balzacs fluttir aftur á sinn venjulega stað. Með þessu móti tókst honum að leika á lánardrottna sína í nokkra mánuði, og það veitti honum nærri barnalega ánægju, því að hann hafði ekki af öðru meira gaman í baráttu ævi sinn- ar en að gera slíkum mönnum grikk. En að lokum kom þó að skuldadögunum. Balzac hitti fyrir harðvítugan andstæðing, sem rógtungum Parísar til mikillar gleði stefndi hvorki honum sjálfum né ástmey hans, heldur hinum alsaklausa og grandalausa eiginmanni frúar- innar, Guidoboni-Visconti greifa. Greifinn var sakaður um að fela margs konar lausafé Balzacs og hafa aðstoðað við flutning þess úr húsinu Les Jardies. Hann var einnig ákærður fyrir að hafa af yfirlögðu ráði tekið þátt í tilraunum til . að svifta lánardrottna Balzacs veðsett- um munum, og búið þeim þann- ig tjón, er hann yrði að bæta. Þannig lauk þessum draumi Balzacs. „Litla húsið“ hans hafði kostað hundrað þúsund franka, en það var meira en kaupverð húseignar við Champs Elysées. Greifafrúin var líka búin að fá nóg. Hin sífelldu fjárhagsvand- ræði hans urðu henni að lokum :svo hvimleið, að hún hafði sig á brott frá Les Jardies. Balzac vissi ekki sitt rjúkandi ráð, en átti þó erfitt með að segja skilið við táldraum sinn fyrir fullt og allt. Loks átti hann ekki um annað að velja en að leita sér að nýjum dvalarstað, og hann kaus sér hús í Passygötu. Þetta er sú eina af hinum mörgu íbúðum hans, sem enn er við lýði og við getum skoð- að enn þann dag í dag sem „la maison de Balzac.“* Biðilsför Balzacs til frú de Ilanska. Þegar Balzac var fjörutíu og tveggja ára gamall, hafði hann skrifað hundrað bækur og skapað um tvö þúsund sögu- persónur, margar þeirra svo snilldarlegar, að þær munu ætíð lifa. Hann hafði skapað heilan heim úr huga sínum, en heimur- inn, sem hann lifði í, hafði ekki gefið honum neitt á móti. Fjöru- tíu og tveggja ára var hann snauðari en nokkru sinni fyrr. Var það hugsanlegt að krafta- verkið gæti gerzt á síðustu stundu? Balzac var búinn að glata allri von. Þá var það morg- uninn 5. janúar 1842, er hann stóð upp frá skrifborðinu, sem hann hafði setið við um nóttina, að þjónninn færði honum bréf- in. Meðal þeirra var eitt með rithönd, sem hann kannaðist vel við, en í þetta skipti var bréfið með svartri rönd og inn- * hús Balzacs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.