Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 37
ERU ÞELDÖKKAR ÞJÖÐIR EFTIRBÁTAR HVlTRA ÞJÓÐA? 35
hinir sömu. Negrarnir í Banda-
ríkjunum hafa algerlega til-
einkao sér menningu hvítra
manna, og þar ættu því að vera
skilyrði til að fá réttlátar próf-
niðurstöður. Þegar í fyrri
heimsstyrjöld voru milljón ný-
liðar í ameríska hernum látnir
ganga undir greindarpróf,
þeirra á meðal margir negrar.
Niðurstöðurnar voru hvítum
mönnurn í hag. En jafnframt
kom í ljós að negrar frá Norð-
urríkjunum stóðu sig betur en
negrar frá Suðurríkjunum. Hér
fékkst í fyrsta skipti ótvíræð
vísbending um áhrif efnahags-
legs og félagslegs umhverfis á
greind manna, því að Suður-
ríkjanegrarnir voru í þessu til-
liti miklu ver settir.
Merkilegast var þó, að negr-
arnir frá nokkrum Norðurríkj-
anna sýndu yfirburði yfir hvíta
menn frá Suðurríkjunum. Hör-
undsliturinn skipti bersýnilega
minna máli til gáfnaprófs en
efnahagur og félagslegt um-
hverfi. Greindarpróf í barna-
skólum New York-borgar þar
sem hvítum börnum og svörtum
er kennt saman hafa einnig leitt
í ljós, að greind barna fer ekki
eftir hörundslit. Einhverjum
bezta árangri sem náðst hefur á
greindarprófi, náði níu ára göm-
um negratelpa. Ekki hefur feng-
izt nein sönnun fyrir því, að
framúrskarandi gáfumenn séu
tiltölulega fleiri í einum kyn-
stofni en öðrum, og heldur ekki
fávitar.
En sýnir ekki einmitt menn-
ingarástandið, að negramir eru
ef tirbátar hvítra manna ?
Negramenningin í Afríku hefur
aldrei komizt á sérlega hátt
stig. I því sambandi er hollt að
minnast þess sem merkur
heimspekingur af márakyni
sagði á 9. öld um norræna vík-
inga, sem komu til Spánar:
„Þeir eru þunglamalegir og
gamansemi þeirra er ruddaleg;
hár þeirra er sítt og hörundið
bleikt. Þeir eru treggáfaðir, fá-
kunnandi og sljóir, grimmir í
lund og skortir réttlætiskennd".
Fyrir þann tíma, þegar aðeins
fáir Evrópumenn kunnu að lesa,
höfðu Kínverjar fundið upp
pappírinn.
Mjög litlar kynþáttabreyt-
ingar hafa orðið í Evrópu síðan,
og kynþáttalegir yfirburðir geta
því ekki talizt ástæðan til þess
að Vesturlönd standa nú fram-
ar öðrum hlutum heims. Miklu
líklegra er, að um það ráði mest
loftslag, söguleg og efnahags-
leg þróun, eða blátt áfram til-
viljun. Sjálfsagt hefur margt
stuðlað að því. Menning hefur
sjaldan þróast án snertingar eða
blöndunar við aðra kynstofna.
Menning Egyptalands, Mesó-
pótamíu, Grikklands og Kína
hefði ekki náð jafnlangt og raun
varð á, ef þessar þjóðir hefðu
verið einangraðar. Þær urðu
fyrir áhrifum frá nærliggjandi
þjóðum, og styrjaldir og verzl-
unarsambönd leiddu til kyn-
blöndunar.