Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 95

Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 95
A KROSSGÖTUM 93 McEachern var frammi í eld- húsinu. Hún hélt enn á regn- hlífinni og sólhlífinni. Hún leit til dyranna þegar þeir gengu framhjá. — Heyrðu, pabbi, sagði hún. En hvorugur skipti sér af henni. Þeir hefðu eins getað verið heyrnarlausir; hún hefði eins getað verið mállaus. Þeir héldu göngunni áfram hnar- reistir og önzuðu engri mála- miðlun, þeir gátu ekki verið líkari þótt þeir hefðu verið feðgar. Þeir gengu yfir garð- inn og að hesthúsinu. McEac- hern opnaði dyrnar og vék til hliðar. Drengurinn fór inn — McEachern tók leðuról, sem hékk á veggnum. Hún var hvorki ný né gömul, hún minnti á skóna hans. Hún var hrein eins og skórnir og það var sama lykt af henni og manninum: hreint, sterkt, mjúkt leður. Hann leit á dreng- inn. — Leggðu frá þér bókina, sagði hann. Drengurinn lagði hana á gólfið. Ekki þarna, sagði McEachern án þess að reiðast. Þú heldur að hesthús- gólf sé rétti staðurinn fyrir guðs orð. En ég skal kenna þér annað. Hann tók bókina upp og lagði hana á hillu. Hnepptu niður um þig buxurnar, sagði hann. Við skulum hlífa þeim. Og þarna stóð drengurinn með buxurnar á hælunum og berlæraður í stuttri skyrtunni. Hann stóð þarna teinréttur. Hann lét ekki bugast þega hvein í ólinni, engin svipbrigði sáust á andliti hans. Hann stóð og horfði beint fram und- an sér, annarlegum, fjálgum svip eins og munkur á mál- verki. McEachern sló reglu- bundið, með hnitmiðuðu afli, án æsings eða reiði. Það hefði verið erfitt að skera úr um, hvort andlitið var rólegra og jafnframt ofstækisfyllra. Hann sló tíu högg, svo hætti hann, — Taktu bókina, sagði hann. Láttu buxurnar eiga sig. Hann rétti drengnum spurningakver- ið. Drengurinn tók við því. Hann stóð þarna með bókina og leit upp eins og í leiðslu. Ef hann hefði verið í messu- skikkju hefði hann getað verið kaþólskur kórdrengur sem hafði villzt inn í þetta dimma gripahús. McEachern hlassaði sér niður á laup, lagði aðra höndina á hnéð og hélt á silf- urúrinu í hinni, skeggjað and- litið var eins og höggvið í stein, augun köld, tilfinningalaus, en ekki óvingjarnleg. Þannig leið klukkutími. Þeg- ar hann var nærri liðinn kom frú McEachern út á hlaðið. En hún sagði ekkert. Hún stóð bara þarna og horfði í áttina til hesthússins, með hatt, regn- hlíf og sólhlíf. Svo fór hún aft- ur inn. McEachern stakk úrinu í vasann. — Kanntu lexíuna núna? spurði hann. Drengurinn svar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.