Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 63
.ÓNÁTTTJRLEG" NÁTTtTRUFRÆÐI
61
Tökum t. d. þá almennu trú, að
rottur yfirgefi sökkvandi skip.
Samkvæmt henni yfirgefa rott-
ur skip, sem virðast fullsjófær,
af því að þær finna á sér, að
skipið er feigt. Hvemig er
hægt að afsanna þessa dulrænu
hæfileika rottunnar? Ef ekki
þyrfti að sannprófa annað en
að rottum sé ilia við vætu í
heimkynnum sínum, og yfirgefi
þessvegna skip, sem eru svo
lek, að holur þeirra fyllast af
sjó, þá væri fundin skynsam-
leg skýring. En hver vildi leggja
í þann kostnað og þá fyrirhöfn
að ná upp skipum af hafs-
botni, fá úr því skorið hvernig
háttað var sjóhæfni þeirra áð-
ur en þau fórust og leita síð-
an að dauðum rottum í þeim,
allt til þess eins að sanna, að
rottur yfirgefi ekki feig skip?
Nei — slíkt gerir enginn, og
þessvegna mun þjóðsagan lifa
áfram sem einn þáttur hinnar
,,ónáttúrlegu“ náttúrufræði.
Það eru margar gátur óleyst-
ar enn í hinni vísindalega
náttúrufræði, og vísindamenn-
irnir eru sífellt að reyna að
leysa þær. En þegar vísinda-
mennirnir finna ekki skýringu
á einhverju náttúrufyrirbrigði,
býr fólkið sér til skýringu
sjálft, eina eða fleiri. Og ef
einstök heppni er ekki með í
spilinu, má ganga út frá því
sem nokkurn veginn vísu, að
hinar heimatilbúnu skýringar
heyri til hinni „ónáttúrlegu“
náttúrfræði.
Ýmis fróðleikur —
1 stuttu máli.
Úr „Magasinet".
Borgir undir gagnsæjum
hjálmum?
Margir hafa sjálfsagt átt
þann óskadraum, eða kannski
lesið um hann einhvers staðar,
að losna við öll óþægindi og
leiðindi af veðurfari og lofts-
lagi. Víst er það að minnsta
kosti, að prófessor einn í húsa-
gerðarlist hefur átt slíkan
óskadraum, og meira en það:
hann ætlar sér að gera hann að
veruleika!
Þessi stórhuga prófessor
heitir Ambrose M. Richardson
og starfar við háskólann í Illi-
nos í Bandaríkjunum. Hann
vinnur nú að því að búa til