Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 27
MÓÐIR JONES
25
'Róm með áhorfendunum, og
neðst stóðu tveir rómverskir
keisarar og bentu niður með
þumalfingrunum. Fyrir framan
keisarana stóðu tóm dýrabúrin.
Ég lét börnin mín fara inn í
búrin, og þau héldu sér í járn-
stengurnar meðan ég var að
tala.
Ég sagði áheyrendunum, að
]>etta væri einkennandi fyrir
verksmiðjueigendurna, þegar
börnin í verksmiðjunum ættu í
hlut, bentu þeir niður með þum-
alfingrinum, en fólk horfði bara
á og léti það afskiptulaust.
— Roosevelt forseti skal f á að
heyra harmakvein þessara barna
— barna, sem aldrei fá að ganga
í skóla, en verða að vinna ellefu
til tólf stundir á dag í vefn-
aðarverksmiðjum Pennsylvaníu
— vefnaðarverksmiðjunum, sem
vefa ábreiðurnar, sem þér gang-
ið á, gluggatjöldin fyrir glugg-
unum yðar og fötin, sem þér
klæðist. Fyrir fimmtíu árum
snerist almenningsálitið gegn
þrælahaldinu, og menn lögðu líf
sitt í sölurnar til þess að stöðva
uppboðin á svertingjabörnun-
um. I dag selja menn verksmiðju-
eigendunum hvít börn fyrir
tvo dollara á viku. Fyrir fimm-
tíu árum seldu menn svertingja-
börn gegn staðgreiðslu. í dag
selja menn hvít börn gegn af-
borgunum.
I Georgiu, þar sem börn vinna
dag og nótt í spunastofunum,
hafa einmitt verið samþykkt
lög um friðun söngfugla. En
hvað um litlu bömin, sem hafa
alveg gleymt hvað söngur er ?
Ég ætla að biðja forsetann
að leysa þessi börn úr ánauð-
inni. Ég ætla að segja honum,
að velmegunin sem hann gort-
ar af, sé velmegun hinna ríku
og byggist á fátækt og eymd
annarra.
Gallinn er sá, að valdamenn-
irnir í Washington gera ekki
neitt. Ég hef horft á löggjafa
okkar samþykkja þrenn lög á
einum klukkutíma til stuðnings
járnbrautunum, en þegar verka-
mennirnir hrópa á hjálp handa
börnunum, láta þeir sem þeir
heyri ekki.
Ég spurði einu sinni mann,
sem sat í fangelsi, hvars vegna
hann væri þangað kominn, og
hann sagðist hafa stolið einum
skóm. Ég sagði við hann, að ef
hann hefði stolið járnbraut, þá
væri hann orðinn einn af öld-
ungadeildarþingmönnum Banda-
ríkjanna.
Okkur var sagt, að sérhver
amerískur drengur hefði mögu-
leika til þess að verða forseti
Bandaríkjanna. Ég get fullviss-
að yður um það, að þessir litlu
snáðar hérna í búrunum, myndu
hvenær sem væri selja þennan
möguleika fyrir almennilega
máltíð og leyfi til að fá að leika
sér. Þessir útþrælkuðu drengir,
sem ég hef komið með úr verk-
smiðjunum — beygðir og bækl-
aðir á líkama og sál og sem sjá
ekki annað framundan en þræl-
dóm og strit — þeir hafa aldrei