Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 45
Googoí og googolplex.
Grein úr bókinni „Seience Marches On“,
eftir dr. Edward Iíasner.
HÖFTJNDUR pessa (jreinarhorns, dr. Kasner, er fœddur í Neiv
York. Hann stundaði nám par og við Columbia háskólann og hlaut
doktorsnafnbót árið 1899. Síðar stundaði hann nám við háskólann
í Göttingen. Hann hefur haft með höndum ýms pýðingarmikil störf
í sinni grein og er nú prófessor v-ið Columbialiáskólann. Hann er
ritstjóri stœrðfrœðitímaritsins Scripta Mathematica og höfundur
ýmissa bóka og greina um tæknileg efni. Hann ritaði bókina
Mathematics and the Imagination (Stœrðfrœðin og hugmynda-
flugið), ágœta bók, sem má mcela með við pá lesendur, sem vilja
kynnast pessu efni nánar.
Googol og googolplex
eru nöfn á ákveðnum stór-
um tölum. Þessar tölur eru
miklu stærri en þær tölur, sem
menn nota venjulega — sannast
að segja eru þær svo stórar, að
ef ég léti mér nægja kaldhamr-
aða skýrgreiningu á þeim,
munduð þér hrista höfuðið og
ásaka mig um að gera mig
merkilegan. En samt sem áður
eru þessar geipilegu tölur f jarri
því að vera einskis nýtar, og
þær eru ekki ofar skilningi neins
okkar. Maður getur fengið
hverjum sem er stærðfræðilega
hugmynd; sé hún nógu Ijóst sett
fram, kann hann að meta hana.
Jafnvel börn geta notið fyrir-
lestra um æðri stærðfræði.
Ég skal sanna þetta með því
að segja frá viðskiptum mínum
við hóp barna á dagheimili fyrir
nokkrum árum. Það var rign-
ing, og ég spurði börnin, hve
margir regndropar féllu á New
York. Hæsta tala, sem stungið
vár upp á, var þúsund. Þau
höfðu aldrei talið hærra en upp
í þúsund. Svo ég hélt áfram að
spyrja: Hve margir dropar falla
hér á þakið ? Hve margir á mín-
útu? Hve margir á tuttugu og
fjórum klukkustundum ?
Börnin fengu fljótt hugmynd
um, hve stórar þessar tölur
væru, þótt þau kynnu engin
nöfn á þeim. Við spjölluðum
einnig um fjölda sandkornanna
á strönd Coney-eyjarinnar, og
við komumst að þeirri niður-
stöðu, að fjöldi dropanna væri
óskaplegur og fjöldi sandkorn-
anna einnig, og þeir væru svip-
aðir. Og ekki nóg með það, held-
ur kom okkur saman um, að
6*