Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 65

Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 65
1 STUTTU MÁLI 63 indamenn, sem hugsa um þessi mál, heldur er það orðið hag- nýtt viðfangsefni í sumum lönd- um þar sem verkfræðingar eru farnir að svipast um eftir nýj- um orkulindum. Meginorkulind jarðarinnar er eins og allir vita sólin, og kolin og olían eru í rauninni ekki annað en sarnan- söfnuð sólarorka frá löngu liðn- um tímum. Hin mikla spurning dagsins er hvernig hagnýta megi orku sólarinnar eins og hún berst til okkar í geislum hennar. Sérstak- lega er hún þó knýjandi í suð- lægum löndum þar sem loftslag er þurrt og sólskin mikið og því lítið um gróður. Á slíkum stöð- um er skortur á náttúrlegu elds- neyti. I Indlandi, Sahara og Miðasíu og víðar er eldsneytis- skorturinn svo mikill, að fólkið verður að nota tað, en með því móti tekur það áburðinn frá ökrunum. í Indlandi má sjá börnin í sveitaþorpunum ganga á eftir kúnum með útréttar hendur til að grípa það sem þær leggja af sér. En nú er í vændum tæknileg bylting á þessu sviði, bylting sem jafnvel mun skyggja á kjamorkuna. Það er verið að vinna að tilbúningi fyrstu sam- keppnisfæru sólarvélanna. Frakkar eru að vinna að stóru sólarorkuveri í Norðurafríku, en um byggingu þess ríkir mikil Ieynd. Vitað er þó, að þeir hafa þegar byggt bræðsluofn, sem hitaður er með holspeglum og bræðir málm við 2500° hita. I ísrael hefur sólarvélaverk- smiðja nýlega komið fyrir lögn- um í 25 hús, sem búin eru sól- upphituðum kötlum, og kostar sú hitalögn ekki meira en venju- leg miðstöðvarlagning. Lengst eru Indverjar komnir á þessu sviði, enda mun þörfin þar vera brýnust. Þar er þegar hafin framleiðsla á sólhitunar- tækjum, og munu þau brátt koma á markaðinn í stórum stíl. Þessi tæki eru gerð úr allmörg- um holspeglum, sem hver um sig er á stærð við regnhlíf. Hit- inn, sem fæst frá því, nægir til matseldunar handa fimm manna fjölskyldu. Þau munu koma til með að kosta 14 doll- ara eða tæpar 250 krónur, og er það viðráðanlegt verð, jafn- vel fyrir indverska fjölskyldu. Þegar þróunin er það langt komin, að farið verður að reisa sólarorkuver til framleiðslu á rafmagni í stórum stíl, munu lönd, sem ekki búa við sólríkt veðurfar, geta notið góðs af þeim. Síðan Svíar fundu upp að- ferð til að flytja rafmagn með 300.000 volta spennu með al- uminiumleiðslum, er hægt að flytja rafmagn þúsundir kíló- metra með tiltölulega mjög litlu orkutapi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.