Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 50

Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 50
48 ÚRVAL, lauslætisheimi Parísar. Það voru nú tæp fimm ár síðan hún dó. Margir; áhorfenda höfðu séð hana og þekkt, og það var sjálfsagt í von um hneyksli sem áhorfendur tóku sér sæti í Théátre de Vaudeville þetta kvöld. „Menn töluðu fullum rómi um væntanlegt hneyksli og vorkenndu föður höfundar- ins . . .“ skrifar einn úr hópi leikhúsgesta. En það þurfti engum að vor- kenna þegar til kom. „I þriðja þætti biðu menn enn átekta, en í fjórða þætti tóku tárin að streyma. Og þegar tjaldið féll eftir fimmta þátt var leiksig- urinn innsiglaður í tárum og f agnaðarlátum. ‘ ‘ Þetta fór sem sé allt öðru vísi en búizt hafði verið við. Fyrsta leikkonan, sem lék þetta stjörnuhlutverk — hún hét Nin- iche Doche og varð fræg af þessu hlutverki — átti eftir að leika það 500 sinnum, og síðan hefur hin rómantíska kona elsk- að og dáið á öllum leiksviðum heimsins, gert leikkonur fræg- ar og fært leikhúsum fé í sjóð. Og höfundi sínum færði Kame- líufrúin smám saman góð efni; honum hafði tekizt það sem sjaldgæft er: að breyta tár- stokknum endurminningum sín- um í veraldlegan auð. Og á þessu fyrsta kvöldi sigursins gat hann í fögnuði sent föður sínum símskeyti: „Mikill sig- ur . . . geysilegur sigur . . . svo stórkostlegur, að ætla mætti að það hefði verið eitt af leikritum þínum, kæri faðir, sem frumsýnt var . . .“ Og Dumas eldri, sem aldrei sat sig úr færi að svara vel fyrir sig, sendi svarskeyti um hæl: „Kæri sonur . . . ágætasta verk mitt er ekki leikrit . . . það er og verður þú . . .“ Viðurkenning föðurins hefði átt að vera syninum sérstakt gleðiefni, og það því fremur sem hann hafði orðið að þola margskonar andstreymi vegna faðernis síns. Hann var sem sé óskilgetinn, fæddur utan hjóna- bands. Að vísu gekkst fað- irinn við honum, enda þótt slíkt væri ekki nauðsynlegt á þeim tímum, og elskaði hann á sinn sjálfselskufulla hátt og kostaði hann til mennta. En sú staðreynd að hann var óskil- getinn eitraði alla bernsku hans og æsku og gerði hann beiskan í skáldskap sínum. Fram að þeim tíma er hann samdi Kamelíufrúna lifir hann rótlausu lífi. Að loknu námi. kemur hann til föður síns í París, umgengst jöfnum hönd- um tignarfólk og lausingjalýð, spókar sig á breiðstrætum. borgarinnar og í anddyrum leikhúsanna, teflir djarfara og sóar meira fé en tekjur hans leyfa, og eftir nokkur ár er hann búinn að afla sér álitlegr- ar lífsreynslu og drjúgra skulda. Annars er hann snotur ásýndum, lipur samræðumaður og tildurslegur í klæðaburði..
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.