Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 91
Á KROSSGÖTUM
Úr bókinni „Ljós í ágúst“,
eftir William Faulkner.
HANN mundi vel eftir þeim,
göngunum í stóru, kulda-
legu, sótugu rauðsteinsbygging-
unni, sem var umkringd rjúk-
andi verksmiðjuhverfum og
girt fþriggja metra hárri vír-
netsgirðingu eins og betrunar-
stofnun eða dýragarður. Hann
mundi eftir munaðarlausu
börnunum í grófgerða, bláa
baðmullarbúningnum, óhreinu
veggjunum, óhreinu gluggun-
um, þar sem sótiði úr síbræl-
andi reykháfunum streymdi
niður rúðurnar í regni eins og
svört tár. Hann stóð þögull eins
og skuggi í auðum ganginum.
Hann var óvenjulega smávax-
inn af fimm ára dreng, alvöru-
gefinn og hljóður eins og
skuggi.
Þetta var tveim vikum fyrir
jól. Tvær stúlkur fóru með
hann inn í baðherbergið og
böðuðu hann, greiddu vott hár
hans, færðu hann í nýjan sam-
festing og fóru síðan með
hann inn í skrifstofu forstöðu-
konunnar. f skrifstofunni sat
maður, ókunnur maður. Og
hann horfði á manninn og
skildi hvað um var að vera áð-
ur en forstöðukonan hafði
sagt orð.
— Jósep, sagði forstöðukon-
an, hvernig litist þér á að fá
að fara héðan og eiga heima
hjá góðu fólki uppi í sveit?
Þarna stóð hann rauður í
framan og á eyrunum eftir
grófu sápuna og grófu þurrk-
una, og hlustaði á það sem
ókunni maðurinn sagði. Hann
hafði litið sem snöggvast á
manninn og séð að hann var
þrekvaxinn náungi með stutt,
jarpt skegg og snoðklippt en
ekki nýklippt jarpt hár; litur-
inn á hárinu og skegginu var
sterkur og hreinn, án þess að
vera neitt farinn að grána, og
það gerði manninn unglegri þó
að andlitið bæri vott um að
hann væri kominn yfir fertugt.
Augun voru grá og köld. Föt
hans guðræknislega svört.
Hann fann að maðurinn horfði
á hann eins og hann væri að
skoða hest eða notaðan plóg,
fyrirfram sannfærður um að
hann uppgötvaði galla, en líka
sannfærður um að hann myndi