Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 77
HRAÐI LlFSINS
75
eru vanir hinni hröðu atburða-
rás kvikmyndanna, fólki, sem
verður að ljúka öllum sínum
lestri í lestinni til og frá vinnu,
af því að ferðir eru orðnar svo
fljótar og þægilegar, að enginn
tími er til að tylla sér í hæg-
indastól og taka sér bók í hönd
heima?
í fljótu bragði sé ég, að þessi
andúð mín á hraðanum er hálf-
brosleg. Svo virðist sem ég haldi
því fram, að eitthvað sé bogið
við „hraða“ nútímans af því að
hann er ekki að skapi einni eða
tveim tegundum gamaldags
bókagerðarmanna, sem vilja fá
að dunda við sérstaka tegund
ritháttar. Auðvitað er kvörtun-
in ekki umtalsverð — nema rit-
háttur sá sem ég hef minnzt á
skírskoti til einhvers sem er
varanlegt í mannlegri reynslu;
nema að seinagangurinn í lífinu
sjálfu, sem endurspeglast í slík-
um rithætti, sé eðli sínu sam-
kvæmt óumbreytanleg verð-
mæti.
Og það er trú mín að svo sé.
Hrynjandi náttúrunnar breyt-
ist ekki, og í þeim skilningi hef-
ur það engin áhrif á lífshrær-
ingar vorar hvort vér förum oss
hægt eða erum á þveitingi. Að
lifa til sjötugs tekur sjötíu ár.
Það er ekki hægt að ná því
marki á skemmri tíma; og á
þeim aldri efast ég um að auð-
ur yðar — og á ég þá við
reynsluauðlegð yðar — fari eft-
ir því hve margt hefur borið
fyrir augu yðar og eyru um æv-
ina. Ég segi ekki að áhrifin af
því öllu séu einskis virði. En
trúlegt er, að þegar þau koma
hver á eftir öðrum, hvíldar-
lítið eða hvíldarlaust, muni hver
þeirra um sig rista ögn grynnra
en hin næstu á undan. Og vissu-
lega mun oss reynast það and-
lega veganesti dýrmætast, sem
til hefur orðið á löngum tíma,
eins og t. d. reynslan af áralangri
skólagöngu, af ræktun garðs,
eða af vexti og þroska barna
vorra. Sú vinátta sem byrjar
og endar á einni og sömu vertíð,
er að mínu viti minna virði en
sú, sem varir árum saman,
hversu unðasleg sem hún ann-
ars er. Ást, í dýpstu merkingu
orðsins, er stöðugur gróandi,
sem sífellt er að opna nýjar
lindir, vekja nýjan skilning; og
ánægjan, sem oss hlotnast af
minniháttar samskiptum — af
starfi voru hjá fyrirtæki eða
atvinnu til dæmis — virðist vera
ávöxtur af stöðugri viðleitni til
aðlögunar, af óendanlega hæg-
fara breytingum.
Þér munuð vissulega vera
mér sammála um, að þessi hæga
framvinda sé að minnsta kosti
þáttur í þeirri hamingju, sem
mönnunum getur fallið í skaut;
og það er vandalaust að sjá, að
hennar verður aldrei notið á
hlaupum. En ég vil ganga feti
lengra og fullyrða, að af því að
þroski mannsins er mjög hæg-
fara — af því að ef til vill nær
hann aldrei fullum þroska fyrr
en á dauðastundinni — er oss