Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 89
VIÐKVÆMT HJARTA
8 T
huggun. Eftir allt erfiðið og
leiðindin í búðarferðunum var
einkar notalegt að hvíla aug-
un við unga bílstjórann, sem
stóð við bílinn, laglegur, ítur-
vaxinn og áhyggjulaus. Frú
Lanier var vön að senda hon-
um hlýtt, næstum þakklátt en
jafnframt angurvært bros, eins
og hún vildi læra af honum
þann leyndardóm að vera alltaf
áhyggjulaus.
En dag nokkurn mætti Kane
ekki á venjulegum tíma þegar
frú Lanier ætlaði að fara til
klæðskerans. Bíllinn, sem átti
að vera við tröppurnar, var
enn í bílskúrnum, og bílstjór-
inn hafði ekki sézt allan dag-
inn. Frú Lanier sagði Gwennie
að hringja strax þangað sem
hann bjó til að fá vitneskju
um hverju þetta sætti. Gwennie
sagði voteyg og snöktandi að
hún hefði marghringt þangað,
en hann væri þar ekki, og eng-
inn vissi hvar hann væri. Tár-
unum olli vafalaust örvænting-
in yfir því að áætlun frú Lan-
ier fyrir daginn skyldi fara út
um þúfur, eða þá að hún var
komin með slæmt kvef, því að
augu hennar voru rauð og bólg-
in og andlitið fölt og þrútið.
Það var eins og jörðin hefði
gleypt Kane. Hann hafði feng-
ið laun sín goldin daginn áður
en hann hvarf og síðan lét
hann aldrei heyra frá sér.
Fyrst vildi frú Lanier ekki
trúa á jafnblygðunarlaus svik.
Hjartað titraði eins og særður
fugl í brjósti hennar og augu
hennar voru dimm af botn-
lausri þjáningu.
,,Ö, hvernig gat hann fengið
af sér að haga sér svona gagn-
vart mér, vesaíingnum?" sagði
hún titrandi röddu við Gwennie.
„Hvernig gat hann fengið það
af sér?“
Það var ekki framar minnzt
á hvarf Kane; það var alltof
viðkvæmt mál. Ef einhver gest-
ur spurði í hugsunarleysi hvað
orðið hefði af myndarlega bíl-
stjóranum, lyfti frú Lanier
hendinni upp að hjartanu og
stundi veikt. Gesturinn var
þess albúinn að skjóta sig af
gremju yfir því að hafa óvilj-
andi valdið henni sársauka, og
á eftir gerði hann sér að sjálf-
sögðu allt far um að bæta fyr-
ir brot sitt.
Gwennie var undarlega lengi
kvefuð. Hver vikan leið af
annarri, og á hverjum morgni
var hún rauðeyg og föl og þrút-
in í andliti. Frú Lanier varð oft
að snúa sér undan til þess að
komast hjá að horfa upp á
sorgarsvip hennar þegar hún
kom með morgunverðinn.
Hún sinnti störfum sínum af
jafnmikilli samvizkusemi og
áður og kærði sig ekki leng-
ur um fríkvöldin, heldur var
kyrr heima og tók á sig ýmis
aukastörf. Hún hafði alltaf
verið fámál, en nú var hún
næstum mállaus, en það jók raun-
ar aðeins vinnuafköst hennar.
Hún þrælaði eins og ambátt, og