Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 93

Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 93
A KROSSGÖTUM 91 miklum mat og of miklum frí- tíma. Og hann skal ekki verða látinn vinna meira en hann hefur gott af. Og ég efast ekki um að okkur tekst að kenna honum að óttast guð og forðast öll heimskupör hvað sem upp- lagi hans annars líður. Og svo sat hann þarna, sveipaður hreinni hestaábreiðu, á sætinu í léttivagni, sem skókst í desemberrökkrinu eft- ir gaddfreðnum vegi með djúp- um hjólförum. Þeir höfðu ek- ið allan daginn. Um tólfleytið hafði maðurinn gefið honum matarbita úr pappaöskju, sem hann geymdi undir sætinu, og hafði verið þar í þrjá daga. Nú benti hann með keyrinu upp eftir veginum í áttina að ein- manalegu Ijósi, sem greint varð í fjarska í rökkrinu, og sagði stuttaralega: — Þarna er heimilið þitt. Drengurinn svaraði engu. Mað- urinn sat þarna stór og mik- ill og horfði niður á hann. Ég sagði að heimilið þitt væri þarna, endurtók hann. Dreng- urinn anzaði engu að heldur. Hann hafði aldrei séð heimili áður. Hann gat ekkert sagt. Svo var það annað atriði sem hann mundi ekki eftir fyrr en löngu seinna, þegar honum nægðu ekki lengur nærtækustu minningarnar. Það var inni í skrifstofu forstöðukonunnar, hann stóð grafkyrr og leit ekki í augu ókunna mannsins, sem hann fann að störðu á hann, meðan hann beið eftir því að maðurinn segði það sem augu hans hugsuðu. Og svo kom það: — Christmas. Heiðið nafn. Guðlast. Ég breyti því. — Það er lagalegur réttur yðar, sagði forstöðukonan. Og við skiptum okkur ekki af hvaða nöfn þau fá, heldur að- eins hvernig farið er með þau. En ókunni maðurinn virtist ekki heyra neitt og talaði ekki lengur við neinn: — Héðan í frá skal hann heita McEachern. — Það á vel við að hann beri yðar nafn, sagði forstöðukon- an. — Hann á að éta brauð mitt og vera sömu trúar og ég, sagði ókunni maðurinn. Hvers vegna skyldi hann þá ekki bera nafn mitt? En barnið hlustaði ekki á. Þetta kom því ekki meira við en þó að maðurinn hefði sagt að það væri heitt enda þótt það væri kalt. Drengurinn hirti ekki einu sinni um að hugsa: Eg heiti ekki McEachern. Eg heiti Christmas. Hann þurfti ekki að hugsa um þetta mál núna. Það lá ekkert á. — Nei, það er rétt hjá yður, sagði forstöðukonan. * Og þetta man hann og veit. Tuttugu árum seinna veit hann þetta enn og man: Þennan dag varð ég að manni. Það var sunnudagsþefur í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.