Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 53

Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 53
ÁST OG TÁR 51 í leikhúsinu hittust þau heima hjá henni sama kvöldið og með þeim takast brátt náin kynni og heitar ástir. En ástarævintýri þeirra stóð aðeins í tæpt ár. Dumas á jafnerfitt með að deila ástmey sinni með öðrum og Armand hinni ungu í sögunni, og hann kveður hana að lokum í stuttu, dálitið bitru bréfi. „Elsku Marie, Eg er ekki nógu ríkur til að geta elskað þig eins og ég vil sjálfur og ekki nógu fátækur til að sætta mig við að elska þig eins og þú vilt. Við skulum því gleyma hvort öðru. Megir þú gleyma nafni sem þér mun brátt standa á sama um. En ég mun reyna að gleyma þeirri ham- ingju sem ég gat aldrei öðlast. Það er óþarfi að segja þér hve hryggur ég er, því að þú veizt hve mikið ég elska þig. Vertu því sæl. Hjarta þitt mun skilja hvers vegna ég skrifa svona og skynsemi þín mun fyrirgefa mér að ég geri það. Einn sem ætíð mun minnast þín. Alexandre Dumas“. Strax á eftir fer Dumas með föður sínum í ferðalag til Spán- ar. Svo langt fylgjast skáld- skapurinn og veruleikinn að. En hér eftir tekur að bera nokkuð á milli. f sögunni fer Armand með örvæntingu í hjarta og í öllu sem fyrir augu hans ber sér hann aðeins endurspeglun sinnar eigin sorgar, en ekki ber á öðru en að Dumas hafi notið ferðarinnar ríkulega, jafnvel svo vel, að í Malaga flæktist hann í hneykslismál fyrir að gera tilraun til að draga spænska stúlku á tálar. Og ekki virðist Marie heldur hafa sökkt sér niður í tregasoll- ið þunglyndi. Nei, hún giftist. Hún átti aðdáanda, ungan greifa, Eduard de Perregaux að nafni, og hinn 21. febrúar 1846 fer hún með honum til London, þar sem ræðismanna- skýrslur greina frá því að þau hafi verið gefin saman í hjóna- band. Samkvæmt frönskum lögum var slíkt hjónaband ekki gilt, og þegar þau komu aftur til Parísar koma þau heldur ekki fram sem hjón. En Marie skreytti vagn sinn með greifa- kórónu og lét grafa aðalsfanga- mark á silfurborðbúnað sinn. Annars tók hún aftur upp hið fyrra léttúðarlíf og aðdáendur komu einn á fætur öðrum í dyngju hennar. En Marie er ekki hamingju- söm. Hún er eirðarlaus og finn- ur hvernig sjúkdómurinn nær tökum á henni. Það er um þetta leyti sem Jules Janin sér hana aftur. Hann sér hana í óperunni, það er um haust og hann lýsir henni þannig: ,,Hún sat í einni stóru stúk- unni, hún var glæsileg í klæða- burði og kjóllinn mikið fleginn. í hárinu bar hún perlur og blóm. Á handleggjum og hálsi glitruðu dýrindis skartgripir. Hún hélt 7*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.