Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 105
A KROSSGÖTUM
— Sítrónu, kókóshnetu,
súkkulaði. Hvaða tegund?
— Kókóshnetu, sagði Jói.
Það hlaut að hafa verið munn-
urinn sem sagði það, því að
hann sá strax eftir að hafa
sagt það. Hann hafði ekki nema
tíu sent á sér. Hann var sveitt-
ur í lófanum af að halda
um peninginn. Honum fannst
náungarnir vera að horfa á sig
og þeir hlógu aftur. Hendurn-
ar voru ekki lengur kyrrar.
Þegar þær birtust aftur settu
þær disk og bolla fyrir fram-
an hann. Hvað kostar posteik-
in? spurði hann.
— Tíu sent. Hún leit ekki á
hann. Hann sagði með lágri,
örvæntingarfullri rödd:
— Eg held að ég ætli ekki að
fá kaffið.
Hún stóð grafkyrr andar-
tak; svo hreyfðist önnur stóra
höndin og tók kaffibollann,
höndin og bollinn hurfu. Hann
sat kyrr og var líka niðurlút-
ur. Hann beið. Það var ekki
eigandi veitingastofunnar, sem
tók til máls. Það var konan í
tóbakssölunni.
— Hvað á þetta að þýða?
sagði hún.
— Hann vill ekki kaffið,
sagði frammistöðustúlkan.
Röddin var hljómlaus, róleg.
Rödd hinnar konunnar var líka
róleg.
— Bað hann ekki líka um
kaffi ?
— Nei, sagði frammistöðu-
stúlkan með sömu tilbreyting-
íoa
arlausu röddinni. Ég misskildi
hann.
Þegar hann fór út engdist
hann sundur og saman af blygð-
un og reiði og þráði ákaft að
geta skriðið í felur; hann
hrökklaðist framhjá kuldalega
andlitinu í tóbakssölunni og
fannst sem hann gæti aldrei
litið það framar, ekki hana,
ekki götuna, ekki sóðalega inn-
ganginn, ekki einu sinni úr
fjarlægð. En hann var ekki
ennþá farinn að hugsa: Það er
voðalegt að vera ungur. Það
er voðalegt. Voðalegt.
Það var á laugardagsmorgni
mánuði seinna. Hann var með
fimmtíu sent í vasanum. Frú
McEachern hafði gefið honum
þau. Hann hafði beðið um
fimm sent, en hún vildi endi-
lega að hann tæki við hálfum
dollar. Hann þáði hann og vó
hann í hendi sér með kaldri
fyrirlitningu.
Hann fór inn í veitingastof-
una. Hann gekk hiklaust inn.
Frammistöðustúlkan var ekki
inni. Ef til vill tók hann eftir
því. Hann staðnæmdist við
tóbakssöluna hjá ljóshærðu
konunni og lagði hálfan doll-
ar á glerplötuna. — Eg skulda
fimm sent. Fyrir kaffibolla áð-
ur en ég vissi að posteikin
kostaði tíu sent. Eg skulda yð-
ur fimm sent. Hann horfði
beint fram. Ekki í áttina þang-
að sem mennirnir stóðu með
hattana á ská og sígarettuna í
munnvikinu. Eigandi veitinga-