Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 107

Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 107
Á KROSSGÖTUM 105 sagði hann. Ég heiti Christ- mas. — Christmas? Heitið þér það? Christmas? Er það satt? Hann hafði hitt frammistöðu- stúlkuna á mánudagskvöldi, tveim dögum eftir að hann gerði tilraun til að borga kaff- ið. Hann kom til borgarinnar og beið á götuhorninu þar sem hún hafði beðið hann að bíða. Það var rólegt horn og hann var snemma á ferðinni. Hann hugsaði með sér: Nú gildir þaö. Aö láta liana sýna mér hvað ég á að gera og hvernig ég á aö gera þaö og hvenœr. Aö láta hana ekJci komast aö því aö ég veit ekki neitt og verö að láta hana segja mér til. Hann hafði beðið í meira en klukkutíma þegar hún loksins kom. Hún kom gangandi og nam staðar fyrir framan hann, lítil, með sínum venjulega var- færnissvip; hún spratt út úr myrkrinu og stóð þarna og horfði til jarðar. — Nú, þér eruð þá hérna, sagði hún. — Já, ég kom eins fljótt og ég gat. Eg varð að bíða þangað til þau voru sofnuð. Eg hljóp mestalla leiðina. Ég var hrædd- ur um að ég yrði of seinn. — Hlupuð þér? Alla leiðina? Hálfa mílu? — Ekki hálfa mílu. Það er meira en míla. — Er það satt ? Svo töluðu þau ekki meira saman. Þau stóðu þama eins og tveir skuggar andspænis hvort öðru. Hann var farinn að titra. Hann fann lyktina af henni, lyktina af eftirvæntingu henn- ar: hæglátri, hygginni, dálítið þreyttri eftirvæntingu. Hann sagði við sjálfan sig: Hún bíður eftir því aö ég byrji og ég veit ekki hvernig ég á aö fara að því. Honum fannst sjálfum það vera kjánalegt þegar hann sagði: — Það er víst orðið fram- orðið. —Framorðið ? — Já, mér datt í hug að þau biðu kannski eftir yður. Væru kannski á fótum og biðu þangað til . . . — Biðu . . . Biðu . . . Rödd hennar dó út! Án þess að hreyfa sig sagði hún: Eg bý hjá frúnni og Max, skiljið þér, hjónunum í veitingastofunni; þér munið sjálfsagt eftir þeim frá því að þér komuð og ætluðuð að borga þeim fimm sentin . . . Hún fór að hlæja. Það var enginn gáski í hlátrinum, bara tómleiki. Svo hætti hún að hlæja, án þess að skap hennar breyttist. Hann heyrði rólega, vonlausa röddina: Það var óheppilegt að við skyldum hittazt í kvöld. Ég steingleymdi dálitlu. Kannski bjóst hún við að hann mimdi spyrja hana hverju hún hefði gleymt. En hann spurði einskis. Þau stóðu þarna á horninu. Þetta var í útjaðri borgarinnar, gatan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.