Úrval - 01.09.1953, Qupperneq 107
Á KROSSGÖTUM
105
sagði hann. Ég heiti Christ-
mas.
— Christmas? Heitið þér
það? Christmas? Er það satt?
Hann hafði hitt frammistöðu-
stúlkuna á mánudagskvöldi,
tveim dögum eftir að hann
gerði tilraun til að borga kaff-
ið.
Hann kom til borgarinnar og
beið á götuhorninu þar sem
hún hafði beðið hann að bíða.
Það var rólegt horn og hann
var snemma á ferðinni. Hann
hugsaði með sér: Nú gildir
þaö. Aö láta liana sýna mér
hvað ég á að gera og hvernig
ég á aö gera þaö og hvenœr. Aö
láta hana ekJci komast aö því
aö ég veit ekki neitt og verö að
láta hana segja mér til.
Hann hafði beðið í meira en
klukkutíma þegar hún loksins
kom. Hún kom gangandi og nam
staðar fyrir framan hann, lítil,
með sínum venjulega var-
færnissvip; hún spratt út úr
myrkrinu og stóð þarna og
horfði til jarðar.
— Nú, þér eruð þá hérna,
sagði hún.
— Já, ég kom eins fljótt og
ég gat. Eg varð að bíða þangað
til þau voru sofnuð. Eg hljóp
mestalla leiðina. Ég var hrædd-
ur um að ég yrði of seinn.
— Hlupuð þér? Alla leiðina?
Hálfa mílu?
— Ekki hálfa mílu. Það er
meira en míla.
— Er það satt ?
Svo töluðu þau ekki meira
saman. Þau stóðu þama eins og
tveir skuggar andspænis hvort
öðru.
Hann var farinn að titra.
Hann fann lyktina af henni,
lyktina af eftirvæntingu henn-
ar: hæglátri, hygginni, dálítið
þreyttri eftirvæntingu. Hann
sagði við sjálfan sig: Hún bíður
eftir því aö ég byrji og ég veit
ekki hvernig ég á aö fara að
því. Honum fannst sjálfum það
vera kjánalegt þegar hann
sagði:
— Það er víst orðið fram-
orðið.
—Framorðið ?
— Já, mér datt í hug að þau
biðu kannski eftir yður. Væru
kannski á fótum og biðu þangað
til . . .
— Biðu . . . Biðu . . . Rödd
hennar dó út! Án þess að hreyfa
sig sagði hún: Eg bý hjá frúnni
og Max, skiljið þér, hjónunum í
veitingastofunni; þér munið
sjálfsagt eftir þeim frá því að
þér komuð og ætluðuð að borga
þeim fimm sentin . . . Hún fór
að hlæja. Það var enginn gáski
í hlátrinum, bara tómleiki. Svo
hætti hún að hlæja, án þess að
skap hennar breyttist.
Hann heyrði rólega, vonlausa
röddina: Það var óheppilegt að
við skyldum hittazt í kvöld. Ég
steingleymdi dálitlu. Kannski
bjóst hún við að hann mimdi
spyrja hana hverju hún hefði
gleymt. En hann spurði einskis.
Þau stóðu þarna á horninu. Þetta
var í útjaðri borgarinnar, gatan