Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 72
70
ÚRVAL
beita meðvitund minni, losa
hana við allt sem er í kring-
um mig. Síðan stari ég á svarta
hlutann í loganum, unz allt er
horfið, sem í kringum mig er,
og ég sé ekkert annað. Þá loka
ég augunum og einbeiti hug-
anum að andliti bróður míns.
Þetta gerði ég á hverju
kvöidi, og árið 1929, þegar ég
var 24 ára gamall, gat ég ein-
beitt mér að andliti bróður
míns í þrjár mínútur, án þess
að hugsunin færi að reika. Ég
fór um þetta leyti að verða
var við óljósan hæfileika, of-
urlitla skynjun. Þegar ég lok-
aði augunum og horfði með
ákafri einbeitingu á eitthvað,
þá gat ég séð, eða ímyndaði
mér að ég sæi, óljósar útlínur
hlutarins sem ég var að horfa
á. Með því að einbeita mér að
andliti bróður míns, var ég að
þróa með mér einskonar innri
sjón. Við höfum sem sé öll
tvenskonar sjón, eins og við
höfum tvenskonar lyktarskyn,
tilfinningu, bragð og heyrn.
Við höfum ytri skynjun, sem
er mjög þroskuð og við notum
öll, en það er líka til innri
skynjun. Ef við gætum þrosk-
að þessa innri skynjun á sama
hátt og við höfum þroskað ytri
skynjunina, þá gætum við
fundið lykt án nefs, bragð án
tungu, heyrt án eyrna, fundið
án snertingar og séð án augna.
Þannig reyndi ég að þroska
innri sjón mína. Ég gerði þessa
sömu æfingu með kertið og
andlit bróður míns á hverju
kvöldi. Á eftir hvíldi ég mig
stundarkorn. Svo drakk ég
bolla af kaffi. Síðan batt ég fyr-
ir augun og sat á stólnum mín-
um og reyndi að sjá, ekki
ímynda mér að ég sæi, heldur
sjá, án þess að nota augun,
alla hluti í herberginu. Og smám
saman tókst mér það. Von bráð-
ar fór ég að æfa mig á spilum.
Eg var með bundið fyrir aug-
un. Ég tók efsta spilið, hélt því
fyrir framan mig, reyndi að sjá
það. Eg var með blýant í hægri
hendi og með honum skrifaði
ég á blað, hvaða spil mér sýnd-
ist það vera. Síðan tók ég ann-
að spil og svo koll af kolli, unz
ég var búinn með þau öll. Þá
tók ég bindið frá augunum og
bar spilin saman við það sem
ég hafði skrifað á blaðið. Næst-
um strax tókst mér að sjá rétt
í sextíu til sjötíu tilfellum af
hundrað.
Ég gerði aðrar æfingar. Ég
keypti landakort og flókin sjó-
kort og hengdi þau á veggina
í herberginu mínu. Ég horfði á
þau klukkustundum saman með
bundið fyrir augun, reyndi að
sjá þau og lesa hin smáletruðu
nöfn á borgum og fljótum.
Þetta gerði ég á hverju kvöldi
í næstu fjögur ár.
Arið 1933, þegar ég var 28
ára gamall, gat ég lesið á bók.
Ég gat lesið bók spjaldanna á
milli þótt bundið væri fyrir
augun á mér.