Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 110
108
tjRVAL,
sagði frá negrastúlkunni í
skúrnum fyrir þremur árum.
Hann sagði rólega og æsings-
laust frá, lá við hlið hennar og
strauk líkama hennar. Ef til vill
vissi hann ekki hvort hún hlust-
aði á hann. Svo sagði hann:
— Þú hefur víst tekið eftir
hvernig ég er á hörund og hár.
Hann lá og beið eftir svari henn-
ar, hönd hans leið hægt yfir lík-
ama hennar.
Hún hvíslaði:
— Já, ég hélt að þú værir
kannski útlendingur. Að þú vær-
ir ekki héðan.
— Það er nú ekki heldur rétt.
Ekki bara útlendingur. Þú getur
aldrei gizkað á það.
— Hvað meinarðu ? Ekki bara
útlendingur ?
Hann strauk mjúklega um
mjaðmir hennar. Það leið andar-
tak þar til hann svaraði. Hún
bað hann að segja það aftur. Þá
fór hann a,ð tala um það.
— Það er negrablóð í mér.
— Hvað segirðu? spurði hún.
— Ég held að það sé negra-
blóð í mér. Hann var með lokuð
augun og höndin strauk hægt.
Ég veit það ekki. En ég held
það. Hún hreyfði sig ekki. Hún
sagði strax:
— Þú lýgur.
— Eins og þú vilt, sagði hann.
Höndin hélt áfram að strjúka
hægt.
Tveim vikum seinna fór hann
að reykja með sígarettuna í
munnvikinu og hallaði undir
flatt vegna reyksins. Hann fór
líka að drekka. Hann drakk á
kvöldin með Max og Mame,
stundum með þremur, fjórum
náungum.. Hann vissi ekki allt-
af hvað þeir hétu, en hann hafði
lært að setja brot í hattinn og
hann talaði við þá um frammi-
stöðustúlkuna, jafnvel í návist
hennar sat hann þarna með hatt-
inn á ská og talaði um hana og
kallaði hana hóruna sína með
sinni háu, skræku, örvænting-
arfullu, ungu rödd. Öðru hvoru
ók hann henni í bíl Max á dans-
leiki uppi í sveit, en gætti þess
alltaf að McEachern kæmist
ekki að neinu.
*
McEachern lá í rúmi sínu. Það
var dimmt í herberginu, en hann
svaf ekki. Við hlið hans lá frú
McEachern. Hann hélt að hún
væri sofandi og hugsaði hratt
og hlífðarlaust: Hann hefur not-
að fötin. En hvenær? Það getur
ekki hafa verið að degi til, því
að þá fylgist ég með honum,
nema þá á laugardagseftirmið-
dögunum. En á laugardegi eftir
klukkan tólf getur hann hafa
farið upp á loftið og klætt sig
úr siðsamlegu fötunum sem
ég vil að hann sé í og farið í
staðinn í fötin sem hann hefur
fengið sér af aðeins einni á-
stæðu: af því að hann vill
syndga. Og svo var sem honum
skildist allt saman, eins og ein-
hver hefði skýrt honum frá því.
Drengurinn hlaut að hafa not-
að fötin í laumi og þá sennilega
á næturnar. Og ef það var rétt,