Úrval - 01.09.1953, Side 110

Úrval - 01.09.1953, Side 110
108 tjRVAL, sagði frá negrastúlkunni í skúrnum fyrir þremur árum. Hann sagði rólega og æsings- laust frá, lá við hlið hennar og strauk líkama hennar. Ef til vill vissi hann ekki hvort hún hlust- aði á hann. Svo sagði hann: — Þú hefur víst tekið eftir hvernig ég er á hörund og hár. Hann lá og beið eftir svari henn- ar, hönd hans leið hægt yfir lík- ama hennar. Hún hvíslaði: — Já, ég hélt að þú værir kannski útlendingur. Að þú vær- ir ekki héðan. — Það er nú ekki heldur rétt. Ekki bara útlendingur. Þú getur aldrei gizkað á það. — Hvað meinarðu ? Ekki bara útlendingur ? Hann strauk mjúklega um mjaðmir hennar. Það leið andar- tak þar til hann svaraði. Hún bað hann að segja það aftur. Þá fór hann a,ð tala um það. — Það er negrablóð í mér. — Hvað segirðu? spurði hún. — Ég held að það sé negra- blóð í mér. Hann var með lokuð augun og höndin strauk hægt. Ég veit það ekki. En ég held það. Hún hreyfði sig ekki. Hún sagði strax: — Þú lýgur. — Eins og þú vilt, sagði hann. Höndin hélt áfram að strjúka hægt. Tveim vikum seinna fór hann að reykja með sígarettuna í munnvikinu og hallaði undir flatt vegna reyksins. Hann fór líka að drekka. Hann drakk á kvöldin með Max og Mame, stundum með þremur, fjórum náungum.. Hann vissi ekki allt- af hvað þeir hétu, en hann hafði lært að setja brot í hattinn og hann talaði við þá um frammi- stöðustúlkuna, jafnvel í návist hennar sat hann þarna með hatt- inn á ská og talaði um hana og kallaði hana hóruna sína með sinni háu, skræku, örvænting- arfullu, ungu rödd. Öðru hvoru ók hann henni í bíl Max á dans- leiki uppi í sveit, en gætti þess alltaf að McEachern kæmist ekki að neinu. * McEachern lá í rúmi sínu. Það var dimmt í herberginu, en hann svaf ekki. Við hlið hans lá frú McEachern. Hann hélt að hún væri sofandi og hugsaði hratt og hlífðarlaust: Hann hefur not- að fötin. En hvenær? Það getur ekki hafa verið að degi til, því að þá fylgist ég með honum, nema þá á laugardagseftirmið- dögunum. En á laugardegi eftir klukkan tólf getur hann hafa farið upp á loftið og klætt sig úr siðsamlegu fötunum sem ég vil að hann sé í og farið í staðinn í fötin sem hann hefur fengið sér af aðeins einni á- stæðu: af því að hann vill syndga. Og svo var sem honum skildist allt saman, eins og ein- hver hefði skýrt honum frá því. Drengurinn hlaut að hafa not- að fötin í laumi og þá sennilega á næturnar. Og ef það var rétt,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.