Úrval - 01.09.1953, Síða 92
90
URVAL
William Faulkn-
er hlaut, eins og
flestum er kunn-
ugt, bókmennta-
verðlaun Nóbels
árið 1949. Hann
er fæddur í Suð-
urríkjum Banda-
rikjanna árið
1897 og allar
bækur hans ger-
ast þar. Innan
við tvítugt gekk
hann í kanadíska
flugherinn og barðist síðar með
brezka flughernum i fyrri heims-
styrjöld. Eftir að hann kom heim
úr striðinu gekk hann í mennta-
skóla i tvö ár og gerðist síðan
póstmeistari í bænum University
í Mississippi. Því embætti gengdi
hann frá 1922—24 og á þeim árum
byrjaði hann að skrifa, fyrst ljóð og
síðan skáldsöguna Soldier’s Pay, sem
kom út 1926, en ekki vakti sú bók
athygli (sagt er að hann hafi fengið
fyrir hana mánaðarlaun óbreytts
hermanns!) og heldur ekki tvær þær
næstu. En eftir að bókin Sanctuary
kom út 1931 varð hann frægur rit-
höfundur. Bíðan hafa komið út eft-
ir hann margar skáldsögur og einn-
ig smásögur og kvæði. Hann býr nú
sem, bóndi í Oxford í Mississippi og
stundar bómullarrækt.
Faulkner hefur alltaf verið um-
deildur rithöfundur, mörgum þykir
hann velja sér ófögur yrkisefni, en
enginn frýr honum ritsnilldar. „Per-
sónulýsingar hans eru svo lifandi
og frásögnin svo átakanleg og sterk,
að hún hrífur lesandann með sér og
vekur hjá honum tilfinningar, sem
sjaldan verður vart við lestur bóka.
Þessar persónur gleymast ekki, það
er eins og maður hafi þekkt þær og
umgengis þær og lifað með þeim.
Sama er að segja um náttúrulýsing-
arnar . . .“ segir á einum stað í
grein um Faulkner. Margar af sög-
um hans hafa verið kvikmyndaðar.
Það sem hér birtist er kafli úr bók-
inni „Ljós í ágúst“, og fjallar um
uppvaxtarár drengs og þroska hans
til manns.
kaupa. Hann talaði rólega og
af myndugleika: það var rödd
sem krafðist hljóðra áheyr-
anda — hvort þeir væru jafn-
framt eftirtektarsamir skipti
minna máli.
— Og þér hvorki getið né
viljið gefa frekari upplýsingar
um foreldra hans?
Forstöðukonan leit ekki í
augu hans. Augu hennar urðu
hlaupkennd bak við gleraugun.
Hún svaraði strax, næstum of
fljótt:
— Við gerum engar sérstak-
ar eftirgrennslanir varðandi
foreldra barnanna. Eins og ég
hef sagt, þá fundum við hann
hérna á tröppunum á jóla-
kvöldið fyrir fimm árum.
Það verða nákvæmlega fimm
ár eftir tvær vikur. En ef þér
leggið svona mikla áherzlu á
að vita eitthvað um foreldrana,
þá ættuð þér ekki að ættleiða
barn úr munaðarleysingjahæli.
— Rétt er það, sagði ókunni
maðurinn. Og þetta er ekki
heldur svo þýðingarmikið. Og
ég efast ekki um að það rætist
vel úr stráknum. Og hjá mér
og frú McEachern fær hann
gott heimili. Við erum ekki
lengur ung og við erum heið-
arlegar manneskjur. Honum
skal ekki verða spillt með of