Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 46

Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 46
44 •Orval þessi fjöldi væri teljanlegur en ekki óendanlegur. Nú er það svo, að í skáldskap hefst óendanleikinn að jafnaði einhversstaðar nálægt þrem þúsundum. Skáldunum kemur yfirleitt hjartanlega saman um, að grúi þeirra stjarna er sést á næturhimninum sé óendanleg- ur, og þó hefur enginn — ekki einu sinni skáld — nokkru sinni séð fleiri en þrjú þúsund stjörn- ur á himninum. Hjá Hottentottum hefst ó- endanleikinn við þrjá. Spyrjið Hottentotta hve margar kýr hann eigi. Eigi hann fleiri en þrjár verður svarið „margar“, og með því er átt við að f jöldi þeirra sé óljós og óendanlegur. En fjöldi þeirra regndropa, sem fellur á New York er endan- leg tala, að vísu stór, en þó hvergi nálægt því að vera óend- anleg. Nú er kominn tími til að sjá, hvort googolið getur ekki hjálp- að okkur. Flestir mundu segja að googol sé svo stórt að það sé óendanlegt — svo stórt að ekki sé hægt að tala um það. Þetta er ekki rétt. Googol er einfald- lega einn með hundrað núllum fyrir aftan sig. (Á vísindamáli er það ritar 10100, tíu í hundrað- asta veldi) Fjöldi þeirra regn- dropa, er fellur á New York á einum sólahring, eða einu ári, eða einni öld, er miklu minni en googol, eða svo kom okkur að minnsta kosti saman um á barnaheimilinu. Ástæðan til þess að ég hef gefið þessari sérstöku tölu nafn, er að hún er stærri en stærstu tölur, sem notaðar eru í eðlis- fræði og stjörnufræði. Allar slíkar tölur þurfa minna en hundrað núll. Til dæmis er fjöldi sandkornanna á Coney eyju eitthvað nálægt einum með tuttugu núllum á eftir, og þess vegna miklu minni en googol. Stærsta tala, sem ég hefi séð getið í sambandi við fjármál, er fé það í mörkum, er var í umferð í Þýzkalandi, er hrunið var sem mest eftir fyrri heimsstyrjöldina. Ég fann hana í einhverri hagfræðibók, og hún hefur um þrjátíu núll. Hve mörg atóm súrefnis eru í meðalstofu? Það geta efna- fræðingar reiknað út. Talan er stór en endanleg; hún er einn með þrjátíu núllum. Hve marg- ar elektrónur eru til, ekki ein- asta í þessari stofu né allri jörðunni, heldur alla leið út til yztu stjarna? Hve margar elektrónur eru í alheiminum? Það er gífurlegur fjöldi, en hann er endanlegur. Töluna má finna í eðlisfræði Einsteinkenn- inganna. Eddington taldist svo til að talan væri einn með sjö- tíu og níu núllum. Hann ritaði töluna meira að segja nákvæm- lega svo: 139 x 2256. Jafnvel þessi gífurlega tala er minni en googol. Kannske eruð þér nú farnir að hugsa um, hvaðan ég hafi fengið nafnið googol. Ég var á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.