Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 111

Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 111
Á KROSSGÖTUM 109 'þá þótti honum harla ólíklegt að drengurinn hefði haft nema eitt í hyggju: ólifnað. Hann hafði aldrei framið ólifnað sjálf- ur og hafði aldrei látið undir höfuð leggjast að neita að hlýða á tal um slíka hluti. Og þó vissi hann, eftir að hafa einbeitt hug- anum í hálftíma, næstum eins mikið um hvað Jói hafði gert og hann hefði getað sagt frá sjálfur, að slepptum nöfnum og stöðurn. Jói renndi sér niður reipið og leið hratt eins og skuggi framhjá opnum, tungl- skinsbjörtum glugganum. Mc- Eachern þekkti hann ekki, eða trúði ef til vill ekki sínum eigin augum, enda þótt hann sæi reip- ið greinilega. Þegar hann kom út að glugganum, hafði Jói þeg- ar strengt reipið til hliðar, hafði fest það og var á leiðinni upp á fjósloftið. Og þegar McEachern stóð þarna og horfði á eftir hon- um, fann hann til þeirrar sönnu hreinu og ópersónulegu heiftar sem dómari hlýtur að finna, ef hann sér mann, sem stendur fyr- ir framan hann ákærður fyrir stórglæp, beygja sig skyndilega og hrækja á ermi ákærandans. Hann faldi sig í skugganum á akbrautinni, mitt á milli húss- ins og þjóðvegarins, og sá Jóa standa úti við vegamótin. Hann heyrði í bílnum, sá að hann stanzaði og að Jói steig upp í hann. Hann sneri við og gekk hratt inn í húsið. Hattlaus og á inniskóm, með náttskyrtuna vöðlaða ofan í buxurnar og axla- böndin dinglandi á eftir sér fór hann beina leið út í hesthúsið, söðlaði gamla trausta Grána sinn og hleypti á sprett niður eftir veginum, án þess að hirða um þótt frú McEachern kallaði á eftir honum úr eldhúsdyrun- um. Hann hafði ekki riðið nema hálfa mílu þegar hann heyrði hljóðfæraslátt og rétt á eftir sá hann uppljómað skólahús skammt frá veginum. Hann reið beint heim að skólahúsinu og inn í skuggana af bílum og vögnum, söðluðum hestum og múlösnum, og stökk af baki áð- ur en hesturinn hafði numið staðar. Hann hirti ekki um að binda hann. Á inniskóm og með lafandi axlaböndin, kringluleitt andlitið og úfið skeggið, stökk hann að opnum dyrunum og opnum gluggunum, þaðan sem hljóðfæraslátturinn heyrðist, og hann sá skugga líða hratt og fjörlega framhjá. Ef til vill datt honum í hug, ef hann hugsaði þá nokkuð, að hann hefði gengið í gildru og væri nú rekinn áfram af ein- hverjum refsinornum, þegar hann þaut inn í salinn. Hann kom strax auga á það sem hann bjóst við að sjá þegar hann ruddist áfram innan um forviða og starandi fólkið og stökk til hans, sem hann hafði ættleitt af frjálsum vilja og reynt að ala upp eftir sannfæringu sinni um hvað væri rétt. Jói var að dansa við frammistöðustúlkuna og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.