Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 16

Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 16
14 tTKVAL Afleiðing þessa markaðs- ástands er sú, að æ erfiðara verður fyrir unga, óháða rithöf- unda að ná til fólksins (að ekki sé minnzt á að hafa ofan af fyrir sér með ritstörfum). Enda gefast nú æ fleiri rithöfundar og rithöfundaefni upp eða selja sig blöðum, kvikmyndum eða út- varpi. (Þetta er ekki tilgáta. Ég þekki marga efnilega rithöf- unda, sem hafa fórnað frelsi sínu fyrir öryggi.) Þetta vanda- mál verður ekki leyst með því að segja, að alltaf sé nægilegt rúm í fremstu röð, að góður rit- höfundur finni alltaf einhvem, sem vill sýna leikrit hans eða gefa út bækur hans, og síðan þá áhorf endur eða lesendur, sem skilja hann. Þetta er auðvitað rétt. En þjóðfélagslegt og menn- ingarlegt gildi bókmenntanna er ekki fólgið í verkum örfárra af- burðamanna. I sögulegum og þjóðfræðilegum skilningi er það allt hið skrifaða orð, sem spegl- ar siði og hugsanir hvers tíma- bils og tengir það við fortíð og framtíð. Þar við bætist, að enginn rithöfundur getur unnið einn. Án hins rétta andrúms- lofts og umhverfis getur hann ekki unnið sem frjáls og ham- ingjusamur maður. Fólkið hefur yndi af að horfa á hinar miklu stjörnur á sviði íþrótta og leik- listar, en hvorki íþróttir né leik- hús geta þrifist án þeirra, sem leika smærri hlutverkin. Jafn- vel Shakespeare var ekki ein- mana snillingur, hátt hafinn yf- ir meðalmennskuna kringum sig. Listir og bókmenntir stóðu á hans tímum rneð miklum blóma. Engu af því, sem hér hefur verið sagt, er ætlað að vera á- rás á rithöfunda, sem skrifa fyr- ir peninga, þó að ég sé raunar ekki alveg sammála Samuel Johnson, sem sagði að sá maður væri asni, er skrifaði til ein- hvers annars en að græða á því. Vegurinn til kjötkatlanna er án efa einn elzti vegur í heimi, og fyrsti rithöfundurinn, sem fór hann, var sennilega assýrískur maður, sem lofsöng konung sinn og hjó lofkvæðið með fleigrún- um í stein. En tekjurnar eru rit- höfundinum ekki aðeins tæki til að seðja munn og maga, held- ur einnig sönnun þess, að hann á lesendahóp, og flestum rithöf- undum mun vera það jafnmikils virði og daglegt brauð. Hitt er vel hugsanlegt, að höf- undur hafi metsölulistann eða miðasöluna í huga þegar hann skrifar, og skrifi þó eins og hon- um býr í brjósti — eða telji sér að minnsta kosti trú um að hann geri það. Frá sálrænu — og lík- lega einnig listrænu — sjónar- miði er rithöfundur, sem ráðinn er til að leysa af hendi eitthvert ákveðið verkefni eftir reglum, sem hann hefur ekki sjálfur sett, allt öðruvísi settur. Slík vinnu- skilyrði hljóta að hafa (og hafa) slæm áhrif ekki aðeins á verk hans heldur einnig á sjálfsvirð- ingu hans, enda eru langflestir rithöfundar, sem þannig vinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.