Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 86

Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 86
84 ÚRVAL ar komu í sömu erindum — til þess að vernda hið við- kvæma hjarta hennar gegn vonzku heimsins. Meðan blánandi rökkrið færðist yfir sat frú Lanier í helgidómi sínum, sveipuð ópal- glitrandi tafti, og gaf sig ang- urværðinni á vald. Og þangað leituðu margir ungir menn, sem reyndu að hjálpa henni að rísa undir byrðum lífsins. Heimsóknir þessara ungu manna fylgdu nokkurn veginn föstum reglum. Fyrst komu þeir og fóru í hópum, þrír eða fjórir eða sex; seinna fór einn þeirra að koma skömmu á undan hinum og dvaldi um stund eftir að hinir voru farnir. Síðan komu dagar þeg- ar frú Lanier tók aðeins á móti þessum eina unga manni, sem fékk að vera einn með henni í rökkrinu. Þar kom einnig, að frú Lanier hætti að taka á móti honum líka. Gwennie varð hvað eftir ann- að að segja honum í símann, að frú Lanier væri ekki heima eða að hún væri veik eða að ekki mætti ónáða hana. Hinir ungu mennirnir fóru að koma í hópum, en þó ekki sá sem komið hafði einn. En meðal þeirra var alltaf nýtt ung- menni, sem brátt fór að koma á undan hinum og dvelja ögn lengur en þeir. Og svo kom einnig að því, að hann talaði árangurslaust við Gwennie í símann. Gwennie var lítil, feitlagiu og óásjáleg. Móðir hennar, sem var ekkja, hafði skírt hana Gwendólu og því næst dáið eins og hún væri sannfærð um að engir draumar gætu rætzt. Gwennie hafði alizt upp á bóndabæ langt inni í landi hjá föðurbróður sínum og föður- systur, sem voru jafnhörð og jörðin sem þau ræktuðu. Þeg- ar þau dóu átti hún enga ætt- ingja á lífi. Hún fór til New York því að hún hafði heyrt að þar væru góð pláss í boði, og hún kom þangað einmitt þeg- ar ráðskonu frú Laniers vant- aði hjálparstúlku. Svo uppgötv- aði frú Lanier þennan ómetan- lega kjörgrip á heimili sínu. Hinar litlu, hörðu vinnu- hendur Gwenniear voru liprar og léttar eins og sumarblær við hvert verk. Hún gat saum- að ósýnileg spor, handleikið straujárn eins og það væri töfrasproti, háttað og klætt frú Lanier og burstað og greitt hið Ijósgula hár hennar. Hún vann allan daginn myrkranna á milli, var aldrei þreytt, kvart- aði aldrei, var glaðleg án þess þó að gefa kæti sinni lausan taum. I hegðun hennar var ekkert, sem valdið gat óþæg- indum eða verið til ama við- kvæmu hjarta. Frú Lanier sagði iðulega að hún vissi ekki hvernig hún gæti komizt af án Gwenniear litlu; ef Gwennie færi einhvem tíma frá henni, mundi hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.