Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 48

Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 48
46 ÚRVAL. ósköp fátækur. Einn með níu núllum. Það var allt og sumt. Það var aleiga hans — einn með níu núllum. Það er einn milljarður. Okkur má ekki verða á sú skyssa að segja að hann hafi átt einn með tíu núllum, því að þá mundum við tífalda eigur hans, og hann átti enga tíu milljarða. Vesa- lings maðurinn átti ekki nema einn með níu núllum. En googol er einn með hundrað núllum, og googolplex er einn — ekki með milljarð núllum — heldur með googol núllum. Má ég bera fram raunhæfa spurningu: hve mörg blöð eru á öllum trjám í Bandaríkjun- um — frá New York til Kali- forníu, Kanada til Florida? Hugsum okkur að hásumar sé; blöðin eins mörg og þau verða. Nú skulum við taka til við reikningana. Bandaríkin eru um það bil þrjár milljónir fer- mílna. Hugsum okkur að ein milljón fermílna sé þakin skógi. Hver fermíla er sex hundruð ekrur •— við skulum segja þúsund ekrur til þess að reikningarnir verði þægilegri. Á hverri ekru eru um það bil hundrað tré. Það eru því hundrað sinnum billjón tré í Bandaríkjunum. Einn með ell- efu núllum. Nú snúum við okk- ur að hverju einstöku tré. Ég sendi stúdent til að telja blöðin á einu tré, og hann fann um það bil hundrað þúsund blöð á því tré, eða tíu í fimmta veldi •— einn með fimm núllum. Svarið við þessari spurningu, sem í fljótu bragði virtist erfið — fjöldi laufblaðanna á öll- um trjám ;í Bandaríkjunum — er sú mikla tala einn með sextán núllurn. Hún er þó minni en billjón billjón. Fjöldi þeirra orða sem mannkynið hefur látið sér um munn fara, allt frá Adam og Evu fram til vorra daga, er áreiðanlega minni en billjón billjón. Fólk ýkir þessar stóru töl- ur. Þær eru ekki eins stórar og menn halda. Þær eru endanleg- ar og ákveðnar og unnt að reikna þær út. Utan og ofan við allt þetta er stærðfræði hins sanna óendanleika, er fjallar um óendanlegar — „transfinit" — tölur, og Georg Cantor grund- vallaði. Ég hafði hana í huga, þegar ég minntist á æðri stærðfræði áðan. Ég vil aðeins geta þess að lokum, að rann- sóknir hafa leitt í ljós, að á sviði óendanleikans eru fleiri stig en eitt, fleiri tegundir af óendanleik, ef svo mætti að orði kveða. Meira að segja óendanlega mörg stig. Til við- bótar almennri reikningslist endanlegra talna, milljóna, billjóna, og svo vitaskuld googola og googolplexa, kemur reikningslist transfinit taln- anna, hinna óendanlegu talna, alefanna, C-anna og annarra stærðtákna hinnar æðstu stærð- fræði. G- A- Þýddi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.