Úrval - 01.09.1953, Page 41

Úrval - 01.09.1953, Page 41
LEYNDARDÓMUR MATA HARI 39 hún að dansa. Ein á fætur ann- arri sviftust slæðurnar frá, risu eins og fuglar á flugi eða féllu hægt til jarðar, þangað til dans- mærin stóð frammi fyrir okkur nakin, að öðru leyti en því, að um arma hennar voru glitrandi gullfestar og um háls hennar festar með glóandi gimsteinum. Því næst hófst dansinn, sem á dulrænu táknmáli sínu sagði okkur ævintýrið um svörtu perl- una, en það hafði verið skýrt fyrir okkur áður en við komum inn. „Anuba prinsessa hefur frétt, að á botni hafsins sé skel, sem geymi í sér undurfagra svarta perlu. Hún biður fátækan fiski- mann, sem hún hittir af tilviljun, að ná í þessa perlu fyrir sig. Hann fyllist skelfingu við til- hugsunina um að rnæta ófreskj- unni, sem gætir perlunnar og étur alla, sem gera tilraun til að ræna hana fjársjóðnum. En prinsessan þrábiður — drembi- lega í fyrstu — síðan ísmeygi- lega, lokkandi, ástríðuþrungið, og tryllir fiskimanninn með heitu augnaráði sínu og brenn- andi kossum, unz hann að lokum steypir sér í hafið. Þegar hann kemur upp, blóðidrifinn, tættur, deyjandi, með tinnugljáandi perluna í hendinni, dansar hún sigrihrósandi dauðadansins, dans sem er holdtekinn losti, grimmd og duttlungar konu, er þiggur fúslega líf fátæks fiski- manns sem fórn til að fullnægja einni kenjaósk . . .“ Þessi dans var undursamleg- ur í framandlegum harmleik sínum og raunsæi, enda vakti hann geysilega hrifningu. Ann- að atriðið var slöngudansinn; og í sannleika: ef unnt væri fyrir slöngu að klæðast konulíkama, þá gerðist það kraftaverk nú fyrir þöndum augum mínum. Mata Hari leið yfir sporöskju- lagað sviðið, líkami hennar lið- aðist og hringaði sig eins og slanga og titrandi ölduhreyfing fór um útlimina, jafnvel hörund- ið iðaði og bylgjaðist eins og á slöngu. Dansinn byrjaði hægt, en smám saman jókst hraðinn unz hún snerist eins og hvirfil- vindur. Skyndilega fór um hana tryllingslegur titringur og hún hneig niður í hrúgu fyrir fram- an gyllt líkneskið, en fagurrauð- ar slæður flögruðu niður eins og eldtungur og huldu hana. Ég yfirgaf Musée Guimet eins og í draumi: aldrei fyrr á við- burðaríkri ævi minni hafði ég séð jafnlifandi tjáningu á losta- fullri þrá í einföldum dansi. Nokkrum árum seinna, á svöl- um októbermorgni 1917, sá ég sömu konuna koma út úr bíl og ganga rólega og óttalaust við hlið nunnu, sem var föl og titr- andi. Þær gengu að gildum tré- staur, konan tók sér stöðu með bakið að staurnum og horfði mót gínandi byssum franskrar aftökusveitar án þess að blikna. Hún hafnaði aðstoð liðsfor- ingja og brá sjálf um mitti sér reipi, sem átti að binda hana við
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.