Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 7

Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 7
2000 ÁRA GAMALT ANDLIT 5 sem fundizt hefur. Það var gert úr drifnu silfri. Nokkru sunnar, í mýri nálægt Tollund, fundu mótekjumenn lík af karlmanni. Líkaminn hafði ekki allur varðveitzt vel, en fund- urinn var, og mun sennilega verða — einstæður í sinni röð vegna þess hve furðulega vel andlit mannsins hefur varð- veitzt. Hvergi annars staðar í heiminum hefur mannsandlit komið jafnóskemmt til okkar aftan úr grárri forneskju. Mannsleifar hafa geymzt víða í heiminum. En á egypzku múmíunum, jafnvel þeim beztu, eru andlitin skorpin og hrukk- ótt, kinnarnar innfallnar og nef- in brotin. Á múmíum í Perú hefur sjaldan varðveitzt manns- lögun á andlitunum. Þurrkuð Maori höfuð og sigurtákn frá Austur-Indíum og Kyrrahafi eru jafnan sviplaus. Það eru aðeins hin samanskroppnu. höfuð frá Suður-Ameríku, sem varðveitt hafa þann dularfulla og óræða svip, sem vekur hjá manni grun um að dauðinn hafi í rauninni aldrei vitjað þessa andlits. Hins- vegar eru þau miklu minni en lifandi mannsandlit. Andlit Tollundmannsins hef- ur varðveitzt svo vel, að okkur finnst við þekkja hann. Það er mjótt og ekki sérlega stórt, og af þeirri tegund sem við gætum séð á sömu slóðum enn í dag. Nefið er festulegt og fallegt — hefur bognað eilítið af þrýstingi frá mónum, en það er eina breytingin, sem orðið hefui' á andlitinu. Hrukkurnar á enninu bera vott um rólega íhygli. Svip- ur hinna lokuðu augna hefur varðveitzt allur — hver smá- hrukka. Munnurinn er lokaður; boglína varanna er fagurlega dregin og svipur þeirra festu- legur og ber vott um sjálfs- öryggi. Þetta er andlit sofandi manns, manns sem hefur lokað augunum til að fá sér stuttan blund. Andlit gætins og góðvilj- aðs manns, bændahöfðingja, ekki þrælsandlit. Við neitum að trúa því að hann sé dauður. Það er lifandi maður bak við hlýja, góðlátlega glettni þessa. andlits. Hann vaknar bráður. Hann hef- ur aðeins sofið — í tvö þúsimd ár. Við höfum ekki hugmynd um hver hann er. En við vitum, að þegar sveitin var í hættu, að þegar hungur eða önnur óár- an ógnaði íbúunum, gripu þeir stundum til þess örþrifaráðs að fóma höfðingja sínum. Hann var sendur til að friða goðin. Eða hann fór af sjálfsdáðum, lét fórna sér, af því að það var skylda hans að fórna öllu fyrir þegna sína. Tollund-maðurinn var ekki tekinn af lífi á niðrandi hátt. Höfuð hans var brotið. Hann var hengdur; og leðursnaran var látin vera kyrr um háls hans svo að goðin mættu sannfærast um að hann hefði hlotið heið- arlegan dauðdaga. Því að heng- ing var fórnardauði. Óðinn var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.