Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 13
Kunnur amerískur leikrilahöfundur lýsir
kjörum rithöfunda í landi sínu
og kallar greinina:
Úr „Vinduet",
eftir Elmer Rice.
AMERÍSKA rithöfundafélagið
var stofnað árið 1912 í því
augnamiði að vernda eignar-
rétt höfunda á verkum sínum.
Þegar ég gekk í félagið 1914,
voru næstum allir félagsmenn
skáldsagnahöfundar, leikrita-
skáld, tónskáld og sjálfstæðir
blaðateiknarar — þ. e. menn
sem voru sjálfs sín húsbænd-
ur, sem sköpuðu eitthvað og leit-
uðu síðan markaðar fyrir full-
unnin verk sín. Árið 1920 var
ég meðstofnandi að sambandi
kvikmyndahöfunda í Hollywood,
og árið eftir, þegar ég kom til
New York, var ég kjörinn full-
trúi sambandsins í ráði rithöf-
undafélagsins. Síðan hef ég átt
sæti í ráðinu næstum óslitið og
gegnt þar ýmsum störfum. Af
þeim sökum hef ég haft góða
aðstöðu til að fylgjast með
hvernig staða amerískra rithöf-
unda hefur breytzt á undan-
förnum þrem áratugum.
Fyrstu árin fjallaði rithöf-
undafélagið nær eingöngu um
mál, sem snertu bókmenntaleg
réttindi rithöfunda (teiknarar
höfðu skilið við okkur og mynd-
að nýtt félag), fyrst og fremst
eignarrétt höfundarins á hinu
prentaða verki, höfundalaun,
kvikmynda- og önnur viðbótar-
réttindi o. fl. En vöxtur kvik-
myndaiðnaðarins og hin ævin-
týralega þróun útvarps og síð-
ar sjónvarps hafa haft í för með
sér víðtæka skipulagsbreytingu
og skapað ný vandamál. Sam-
band kvikmyndahöfunda og
samband útvarpshöfunda semja
hvort um sig fyrir menn í sín-
um starfsgreinum, og þó að
sjónvarpshöfundarnir séu ekki
enn félagsbundnir, vinna þeir að
heildarsamningum við sjón-
varpsstöðvar og hin stóru aug-
lýsingafyrirtæki. Á fundum í
ráði rithöfundafélagsins, sem öll
samböndin standa að, er fyrst
og fremst fjallað um hrein fag-
leg málefni — lágmarkslaun,
vinnuskilyrði, kosningalög, holl-
ustuyfirlýsingar, verkföll, við-
skiptabönn og svarta lista.
Augljóst er hvert stefnir. Æ
fleiri höfundar hverfa frá hinni
frjálsu sköpunarstarfsemi og
þiggja í staðinn launaðar stöð-
ur. Nákvæma tölu þekki ég ekki,
2*