Úrval - 01.09.1953, Blaðsíða 40
Heilar bækur hafa verið skrifaðar um
kunnasta njósnarann úr fyrri heims-
styrjöld — og þó er enn óráðinn —
Leyndardómur MATA HARL
Grein úr „The Outspan",
eftir H. Ashton-Wolfe.
GÓÐUR VINUR minn, blaða-
maður við dagblað í París,
hafði boðið mér á dularfulla sýn-
ingu í Musée Guimet, sem er
musteri indverskrar listar,
menningar og trúarbragða.
Aðeins valinn hópur, auk
þeirra, sem voru vígðir læri-
sveinar, átti að fá aðgang að
fyrstu sýningu dansmeyjar Kan-
da Swany musterisins. Nafn
hennar var Mata Hari — „Dög-
unin“.
Skuggalegur maður skoðaði
aðgangskort okkar og rétti okk-
ur örk, sem prentuð var á þýð-
ing á indversku ljóði.
Um leið og við ýttum þung-
um dyratjöldunum til hliðar,
barst á móti okkur sterk ang-
an af sandalviði. Mjúkri birtu
stafaði frá málmlömpum með
marglitum glerjum. Við höfðum
lagt að baki okkar ys og þys
borgarinnar og okkur fannst
eins og við værum nú komnir
í einhvern fjarlægan, austur-
lenzkan helgidóm.
Þung, knýjandi þögn ríkti í
þessari höll Krishna, þar sem
Siva, tortímandinn, sat ógnandi
og hreyfingarlaus á fílabeins-
stalli, en á sviðinu, sem var að-
eins hærra en silkiklætt gólfið,
stóð ferlegur, gyltur Buddha og
starði á okkur steinrunnum aug-
um.
Allt í einu leið undarleg hrynj-
andi gegnum salinn: tregasolln-
ir, hvíslandi reyrpíputónar, til-
breytingarlausir, dreymandi, ó-
dauðlegir tónar, sem hrísiuðust
niður eftir bakinu á manni.
Þessi tónlist vakti kynlega ó-
kyrrð; það var í tónum hennar
einhver mannleg þjáning og upp-
reisn gegn örlögunum. Ég kann-
aðist við sefjandi tóna slöngu-
tem j arapípunnar.
Meðan ég sat þarna og beið
eftirvæntingarfullur þess er
koma skyldi, tók slæðuhrúga
fyrir framan Búddhalíkneskið
að hreyfast, í hægum ölduhreyf-
ingum, líkt og undir hrúgunni
væri risastór höggormur.
Mér til mikillar furðu sá ég
nú fagran konulíkama holdgast
bak við glitrandi, hálfgagnsæjar
slæður úr gulli og silfri. Mjúk-
um og svo hægum hreyfingum,
að naumast varð greint, byrjaði