Úrval - 01.09.1953, Side 86
84
ÚRVAL
ar komu í sömu erindum —
til þess að vernda hið við-
kvæma hjarta hennar gegn
vonzku heimsins.
Meðan blánandi rökkrið
færðist yfir sat frú Lanier í
helgidómi sínum, sveipuð ópal-
glitrandi tafti, og gaf sig ang-
urværðinni á vald. Og þangað
leituðu margir ungir menn,
sem reyndu að hjálpa henni að
rísa undir byrðum lífsins.
Heimsóknir þessara ungu
manna fylgdu nokkurn veginn
föstum reglum. Fyrst komu
þeir og fóru í hópum, þrír eða
fjórir eða sex; seinna fór einn
þeirra að koma skömmu á
undan hinum og dvaldi um
stund eftir að hinir voru
farnir. Síðan komu dagar þeg-
ar frú Lanier tók aðeins á
móti þessum eina unga manni,
sem fékk að vera einn með
henni í rökkrinu. Þar kom
einnig, að frú Lanier hætti að
taka á móti honum líka.
Gwennie varð hvað eftir ann-
að að segja honum í símann,
að frú Lanier væri ekki heima
eða að hún væri veik eða að
ekki mætti ónáða hana. Hinir
ungu mennirnir fóru að koma
í hópum, en þó ekki sá sem
komið hafði einn. En meðal
þeirra var alltaf nýtt ung-
menni, sem brátt fór að koma
á undan hinum og dvelja ögn
lengur en þeir. Og svo kom
einnig að því, að hann talaði
árangurslaust við Gwennie í
símann.
Gwennie var lítil, feitlagiu
og óásjáleg. Móðir hennar, sem
var ekkja, hafði skírt hana
Gwendólu og því næst dáið
eins og hún væri sannfærð um
að engir draumar gætu rætzt.
Gwennie hafði alizt upp á
bóndabæ langt inni í landi hjá
föðurbróður sínum og föður-
systur, sem voru jafnhörð og
jörðin sem þau ræktuðu. Þeg-
ar þau dóu átti hún enga ætt-
ingja á lífi. Hún fór til New
York því að hún hafði heyrt að
þar væru góð pláss í boði, og
hún kom þangað einmitt þeg-
ar ráðskonu frú Laniers vant-
aði hjálparstúlku. Svo uppgötv-
aði frú Lanier þennan ómetan-
lega kjörgrip á heimili sínu.
Hinar litlu, hörðu vinnu-
hendur Gwenniear voru liprar
og léttar eins og sumarblær
við hvert verk. Hún gat saum-
að ósýnileg spor, handleikið
straujárn eins og það væri
töfrasproti, háttað og klætt frú
Lanier og burstað og greitt
hið Ijósgula hár hennar. Hún
vann allan daginn myrkranna á
milli, var aldrei þreytt, kvart-
aði aldrei, var glaðleg án þess
þó að gefa kæti sinni lausan
taum. I hegðun hennar var
ekkert, sem valdið gat óþæg-
indum eða verið til ama við-
kvæmu hjarta.
Frú Lanier sagði iðulega að
hún vissi ekki hvernig hún
gæti komizt af án Gwenniear
litlu; ef Gwennie færi einhvem
tíma frá henni, mundi hún