Úrval - 01.09.1953, Qupperneq 65
1 STUTTU MÁLI
63
indamenn, sem hugsa um þessi
mál, heldur er það orðið hag-
nýtt viðfangsefni í sumum lönd-
um þar sem verkfræðingar eru
farnir að svipast um eftir nýj-
um orkulindum. Meginorkulind
jarðarinnar er eins og allir vita
sólin, og kolin og olían eru í
rauninni ekki annað en sarnan-
söfnuð sólarorka frá löngu liðn-
um tímum.
Hin mikla spurning dagsins
er hvernig hagnýta megi orku
sólarinnar eins og hún berst til
okkar í geislum hennar. Sérstak-
lega er hún þó knýjandi í suð-
lægum löndum þar sem loftslag
er þurrt og sólskin mikið og því
lítið um gróður. Á slíkum stöð-
um er skortur á náttúrlegu elds-
neyti. I Indlandi, Sahara og
Miðasíu og víðar er eldsneytis-
skorturinn svo mikill, að fólkið
verður að nota tað, en með því
móti tekur það áburðinn frá
ökrunum. í Indlandi má sjá
börnin í sveitaþorpunum ganga
á eftir kúnum með útréttar
hendur til að grípa það sem þær
leggja af sér.
En nú er í vændum tæknileg
bylting á þessu sviði, bylting
sem jafnvel mun skyggja á
kjamorkuna. Það er verið að
vinna að tilbúningi fyrstu sam-
keppnisfæru sólarvélanna.
Frakkar eru að vinna að stóru
sólarorkuveri í Norðurafríku,
en um byggingu þess ríkir mikil
Ieynd. Vitað er þó, að þeir hafa
þegar byggt bræðsluofn, sem
hitaður er með holspeglum og
bræðir málm við 2500° hita.
I ísrael hefur sólarvélaverk-
smiðja nýlega komið fyrir lögn-
um í 25 hús, sem búin eru sól-
upphituðum kötlum, og kostar
sú hitalögn ekki meira en venju-
leg miðstöðvarlagning.
Lengst eru Indverjar komnir
á þessu sviði, enda mun þörfin
þar vera brýnust. Þar er þegar
hafin framleiðsla á sólhitunar-
tækjum, og munu þau brátt
koma á markaðinn í stórum stíl.
Þessi tæki eru gerð úr allmörg-
um holspeglum, sem hver um
sig er á stærð við regnhlíf. Hit-
inn, sem fæst frá því, nægir
til matseldunar handa fimm
manna fjölskyldu. Þau munu
koma til með að kosta 14 doll-
ara eða tæpar 250 krónur, og
er það viðráðanlegt verð, jafn-
vel fyrir indverska fjölskyldu.
Þegar þróunin er það langt
komin, að farið verður að reisa
sólarorkuver til framleiðslu á
rafmagni í stórum stíl, munu
lönd, sem ekki búa við sólríkt
veðurfar, geta notið góðs af
þeim. Síðan Svíar fundu upp að-
ferð til að flytja rafmagn með
300.000 volta spennu með al-
uminiumleiðslum, er hægt að
flytja rafmagn þúsundir kíló-
metra með tiltölulega mjög litlu
orkutapi.