Úrval - 01.07.1954, Page 4
2
ÚRVAL
lætur sig neinu skipta hvað
leynist bak við hinar litskrúð-
ugu titilsíður þeirra.
Að minnsta kosti mjög fáir.
Einn hinna fáu er amerískur
taugalæknir, dr. Fredrick Wert-
ham, sem stjórnar opinberu
hæli fyrir afvegaleidd börn í
New York, og sem um aldar-
fjórðungsskeið hefur reynt að
grafast fyrir, hvaða áhrif lest-
ur myndasögublaða hefur á
þroska og siðgæði barna. I ný-
útkominni bók, The Seduction
of the Innocent (Sakleysingjar
leiddir á villigötur), gerir hann
ítarlega grein fyrir, hvað
myndsaögublöðin flytja börnun-
um, hvaða áhrif þau hafa og
hvaða öfl standa að baki þeirra.
Það koma út um 90 milljón-
ir eintaka á mánuði, en heftin
ganga kaupum og sölum, til eru
margar búðir, sem eingöngu
verzla með gömul myndasögu-
blöð. Dr. Wertham hefur gert
út menn með spurningalista, og
af þeim sést, að börnin lesa að
jafnaði 15 til 25 hefti á viku.
Sum lesa auðvitað minna, en
önnur miklu meira. Dr. Wert-
ham nefnir dæmi um börn, sem
lásu milli 75 og 100 hefti á
viku. En þótt miðað sé við 15,
er augljóst, að nokkru máli
skiptir, hvað stendur í heftum,
sem eru svona stór þáttur í
daglegu lífi barnanna.
Dr. Reed, yfirlæknir við geð-
veikraspítala McGill háskóla,
lýsir efni amerískra mynda-
söguhefta þannig: „Ofbeldi og
kraftar eru síendurtekið viðlag.
Ekki aðeins ofbeldi gegn öðr-
um, heldur einnig ofbeldi, sem
birtist í ótrúlegum afrekum
söguhetjanna. Vaxtarlag þeirra
og vöðvar er svo ferlegt, að
nálgast hreina fjarstæðu, og
allir sem ekki eru þannig sæta
athlægi, fyrirlitningu eða með-
aumkun. Það sem gerist er oft
í aigerri mótsögn við náttúru-
lögmálin og heilbrigða skyn-
semi. Kynþáttahaturs gætir
víða og öllum útlendingum er
lýst sem glæpamönnum. Fá-
klæddum konum er misþyrmt
og þær sýndar í stellingum, sem
greinilega beina huganum að
samförum. Þessar síendurteknu
myndir af karlmönnum, sem
eru að misþyrma konum, hljóta
að gefa börnunum alranga hug-
mynd um ástarsamband karls
og konu.“
Einn af sjúklingum dr.
Werthams lýsti skoðun sinni
þannig: „Þegar maður fer út
með stúlku, endar það alltaf
með morði.“ „Stundum drepa
þeir stelpurnar,“ sagði annar,
„þeir kyrkja þær, skjóta þær.
Stundum gefa þeir þeim eitur.
I einu heftinu mínu reka þeir
þær alltaf í gegn með rýting.
Stelpurnar stinga ekki oft, þær
eru oftast stungnar.“
„Glæpir borga sig ekki“
stendur framan á mörgum heft-
unum, sem einskonar siðgæðis-
stimpill. En oftast stendur
GLÆPIR með stórum, eldrauð-
um bókstöfum, og borga sig