Úrval - 01.07.1954, Side 5
TJPPELDX 1 ANDA OFBELDIS
3
ekki með örsmáu letri. Auk þess
er mórallinn, sem í þessu felst,
ekki til fyrirmyndar. Glæpir
eru ekki óhæfuverk af því að
þeir borgi sig ekki, heldur af
því að þeir gera öðrum mein..
Þetta er boðskapurinn um „auga fyr-
ir auga“ eins og hann er boðaður í
amerískum myndasögum.
Myndasögublöðin fjalla af
ástríðufullri nákvæmni um all-
ar hugsanlegar aðferðir manna
til að valda hver öðrum meini.
1 flestum þeirra er engin eigin-
lega söguketja, aðeins glæpa-
menn og fómardýr þeirra. Það
er sparkað í höfuðið á fólki,
það eru stungin úr því augirn,
rifin úr því tungan, það er rek-
ið í gegn með rýting, skotið,
hengt, því er drekkt og mis-
þyrmt. Hálfnaktar stúlkur eru
hengdar; í íbúðum með þung-
um dyratjöldum og gnægð silki-
púða, og í mörgum nærmynd-
um, fylgjumst við með dauða-
stríði þeirra. Herjgdir menn
eru lagðir í leskjað kalk — og
rísa síðan hálfrotnaðir upp úr
gröfum sínum, æða um göturn-
ar og myrða lögregluþjóna.
Geðveikir læknar ráðast á ein-
mana stúlkur að næturlagi og
skera af þeim handleggi eða
fætur, aðrir reira stúlkur á
skurðarborð og taka þeim blóð.
Enginn hefur nokkurntíma
neitt skynsamlegt fyrir stafni,
enginn hefur neina hugsun á
öðru en dauða, limlestingu eða
skjótum sigri. Sé um söguhetj-
ur að ræða, eru þær ofurmenni
að burðum, en greindin smátt
skömmtuð — tákn hinnar
tæknilegu ofþróunar, sem tel-
ur sig geta leyst allan vanda
með atómum og ofbeldistækni.
En þó að þessar óhugnanlegu
myndasögur séu allt annað en
hollur lestur, þá eru þær að-
eins einn þáttur í daglegu lífi
bandarískra barna, og þangað
til fyrir fáum árum voru menn
almennt þeirrar skoðunar, að
óþarft væri að taka þær alltof
alvarlega. En síðan hefur kom-
ið í ljós, svo að ekki verður um
villzt, að áhrif myndasöguheft-
anna eru gífurleg, jafnvel á
hinum ótrúlegustu sviðum.
Það er kaupmennskan, sem
þar ræður ríkjum. tJtgefendur,
kvikmyndaframleiðendur, út-
varps- og sjónvarpsmenn hafa
dregið þá augljósu ályktun af