Úrval - 01.07.1954, Blaðsíða 8
6
tTRYAL,
„Súperkonur" og kynþáttamisrétti
eru andstæður, sem oft eru sýndar
saman til að auka áhrifin.
En þó skemmtun, sem vakið
getur löngun hjá heilbrigðu
barni til að ráðast á húsgögnin
og mölbrjóta þau. Það getur
reynzt örðugt fyrir foreldra að
finna markalínuna milli sjúk-
legra og heilbrigðra hneigða. Og
borð og stólar geta tæpast til
lengdar verið fullnægjandi and-
stæðingar barns, sem vanizt hef-
ur glæpamönnum myndasögu-
heftanna.
Howard Lang var kannski
ekki lengur heilbrigður þegar
hann ásamt félaga sínum fór
með sjö ára dreng út í skóg
skammt utan við bæinn þar sem
hann átti heima, stakk hann
fjórtán sinnum með vasahnífn-
um sínum, tók hann kverktaki,
traðkaði á honum og lamdi hann
fjórum sinnum í andlitið með
stórum steini, faldi hann undir
visnuðu laufi og skildi hann þar
eftir. Drengurinn lá þarna í tólf
til f jórtán tíma áður en hann dó.
Þegar málið kom fyrir rétt,
sagði dómarinn, Daniel A. Rob-
erts, m. a.: ,,í fórum Howards
fundust 26 myndasöguhefti, sem
í voru nákvæmar lýsingar á
morðárásum eins og þeirri, sem
hann framdi____Það kom einnig
fram við vitnaleiðslu, að ákærð-
ur Howard Lang hefur skoðað
þesskonar hefti öll uppvaxtarár
sín, frá því löngu áður en hann
varð læs.“
Howard Lang er því miður
ekki eini ameríski drengurinn,
sem orðið hefur þreyttur á hus-
gögnunum og leitað sér líflegri
fórnarlamba, þegar þeir vildu
brjóta hið illa á bak aftur. Hér
fer á eftir stuttur útdráttur úr
sorglega löngum lista:
Þrír drengir á aldrinum sex
til átta ára tóku sjö ára félaga
sinn, afklæddu hann, hengdu
hann nakinn upp í tré og skað-
brenndu hann með eldspýtum og
sígarettustúfum. — Aðspurðir
sögðu þeir, að þeir hefðu verið
að leika atriði, sem þeir höfðu
skoðað í myndasögu. — Ellefu
ára drengur myrti konu, sem
hann rændi ásamt nokkrum fé-
lögum sínum. — Drengir á aldr-
inum átta til tólf ára hleyptu
lest af sporunum; þeir kváðust
hafa fengið hugmyndina í kú-
rekamyndasögu. — Tíu ára
drengur sló fjörtán mánaða