Úrval - 01.07.1954, Qupperneq 10
8
ÚRVAL.
ist ekki á því, að hún sé skyn-
samari eða betri en þorparinn,
heldur af því að hún greiðir
þyngri högg eða er gædd yfir-
náttúrlegum eiginleikum. Ýms-
ar þeirra eru heldur ekki í út-
liti frábrugðnar glæpamönnun-
um, þær eru með hálfgrímur
o g vopn, þær standa utan
við lögin, eru einmana og
sjálfum sér nógar og una sér
aldrei nema í bardögum. En
í flestum myndasögunum er
engin söguhetja; í hinum svo-
nefndu Crime-comics — glæpa-
söguheftunum — eru sögu-
persónurnnar tómir glæpamenn,
en öðru hvoru sjást nafn-
lausir logreglumenn. Framan á
þessum heftum stendur venju-
lega, að tilgangur þeirra sé að
berjast gegn glæpum með því
að sýna börnunum, að glæpir
borgi sig ekki. En í rauninni
sýna þau hið gagnstæða, því að
glæpamennirnir vaða í pening-
um, aka í fínum bílum, umgang-
ast fagurbúið kvenfólk, búa í
dýrindis íbúðum og neita sér
ekki um neinn munað, heldur
ekki ólöglegan — svo sem hór,
morð, pindingar, drykkjuskap
og slagsmál. Og þessum glæpa-
mönnum er nærri aldrei refsað;
sögurnar enda að heita má allar
á því, að þeir falla í hetjulegri
baráttu við lögregluna.
I bók dr. Werthams, The
Seduction of the Innocent, sem
framangreind dæmi eru tekin
úr, eru tilfærð eftirfarandi orða-
skipti, sem lýsa vel hverjum
Kápumynd á amerískri barnabók.
augum börnin líta á myndasög-
urnar. Orðaskiptin áttu sér stað
í einskonar málfundafélagi, sem
dr. Wertham hafði stofnað á
hæli sínu fyrir afvegaleidd börn.
„Súperman er ævintýri" sagði
ein stúlkan. „Nei“, sagði einn
drengjanna, „það er myndasaga.
Myndasögurnar eru mest morð
og stundum eitthvað skemmti-
legt. En ævintýri, það eru bara
tilbúnar sögur“. —■ „Það sem
gerist í Sú-permann“, sagði önn-
ur stúlka, „hefur ekki gerzt í
raun og veru, en það gæti gerzt,
það gæti verið satt. Ævintýri
eru bara tilbúningur."
Félagsmálafræðingur og
blaðamaður, báðir amerískir,
hafa í sameiningu skrifað bók,
Teenage Gangsters (Ungir
glæpamenn), sem bregður upp
glöggri mynd af baksviði hinna
sífjölgandi afbrota unglinga í