Úrval - 01.07.1954, Page 15

Úrval - 01.07.1954, Page 15
UPPELDI 1 ANDA OFBELDIS 13 mjög amerískan áróður, hafa fyrir löngu bannað innflutning á slíku. Sum lýðræðisríkin hafa komið hikandi á eftir. Kanadamenn settu bann á hverskonar myndasöguhefti eft- ir að í ljós kom, að allmörg morð og ofbeldisglæpir, sem framin voru af börnum og ungl- ingum, mátti rekja til áhrifa frá myndasöguheftunum. Og kana- diskir kvikmyndaeftirlitsmenn lýstu því yfir á ársþingi sínu, að kvalalosti í kvikmyndum væri að verða miklu alvarlegra vandamál en ástleitni og daður hefðu nokkurn tíma verið. Prakkar skipuðu nefnd, sem fylgist með útkomu og sölu myndasöguhefta og hefur víð- tækt vald til þess að banna þau sem hún telur spillandi og refsa útgefendunum. Svíar bönnuðu innflutning á amerískum myndasöguheftum, en leyfa enn útgáfu á heftum með sænskum texta og innfluttum, amerísk- um myndamótum. Suðurafríku- sambandið bannaði innflutning á amerískum myndasöguheft- um. Hollendingar lokuðu einn- ig fyrir innflutning þeirra, en leyfa innlend hefti. Sviss bann- aði sölu á amerískum mynda- söguheftum, og stöðvaði einn- ig innflutning á amerísku tuggugúmmi, af því að mynd- irnar í pökkunum voru sami óþverrinn og í myndasöguheft- unum. Brezka og ítalska þing- ið hafa oftar en einu sinni rætt bann við sölu myndasögu- hefta, en án árangurs. I Noregi er starfandi sérstök menning- arnefnd, hefur hún samvinnu við útgefendur myndasögu- hefta um að stöðva af frjálsum vilja útgáfu verstu heftanna, og virðist það gefa allgóða raun. Hér í Danmörku hefur lítið verið aðhafst, ef til vill af því, að ekki hefur verið hér neinn verulegur markaður fyrir ame- rískan hrottaskap. En í Banda- ríkjunum liðu 15 ár áður en nokkur kom auga á þá hættu, sem fylgir áhrifum mynda- söguheftanna, og ef til vill er- um við hér heima jafnseinlát- ir. Einn hinna góðviljuðu Ameríkumanna, sem heimsótt hafa Danmörku, dr. Joseph Canavan, segir í grein í blaði danska menntaskólakennara, að „amerísk áhrif hafa laum- ast inn í Danmörku um rangar dyr.“ ,,Ef ég væri félagsmálafræð- ingur,“ segir hann, „mundi ég sennilega skella skuldinni á amerískar kvikmyndir, ame- rískan jazz og teiknihefti og ameríska ferðamenn akandi í luxusbílum með fulla vasa af dollurum . . . Bókabúðirnar eru fullra af amerískum ,,pocket-books“ — sumar eru skrifaðar af fremstu höfundum Ameríku — en flestar eru næsta lélegar bókmenntir. Amerísk myndasöguhefti af versta tagi flæða yfir landið, og danskur almenningur er að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.