Úrval - 01.07.1954, Side 22
20
ÚRVAL
vörugefni listamaðurinn fékk,
voru skrifuð í einlægni og al-
vöru. Að konan með líkamslýtið
fékk ,,aðeins“ 75 svör, má ef-
laust skrifa á reikning líkams-
lýtisins. Án þess hefði hún vafa-
laust fengið miklu fleiri svör.
Öll svörin ,sem sporvagna-
stjórinn fékk, voru að því er ég
bezt gat séð, skrifuð í alvöru.
Hvort upplýsingarnar í þeim
voru allar réttar er annað mál,
en hafi svo verið, höfðu sumir
bréfritararnir hreint ekki lítið
upp á að bjóða.
Sum bréfin voru næsta ósvíf-
in og nokkur bráðskemmtileg,
en hætt er við að kunnugir bæru
kennsl á stíl, orðalag og efni, ef
ég vitnaði í þau, og verður það
því ekki gert.
Flest svör bárust við áttundu
auglýsingunni. 103 konur höfðu
hug á að gerast húsmæður á
stóru heimili, en nokkurrar
kaldhæðni gætti í flestum bréf-
anna; fáein voru ertnisleg og
nokkur varkár. Allar voru kon-
urnar greinilega komnar á þann
aldur, þegar barnaleg rómantík
er ekki lengur leiðarstjama, og
flest bréfin báru greind höfund-
anna gott vitni. Greinilegt var,
að auglýsingin þótti girnileg, en
þó mjög sitt með hverju móti.
Ein konan skrifaði — eftir að
hún hafði greint frá ýmsu um
sjálfa sig, sem virtist skrifað í
einlægni — á þessa leið:
,,Við skulum bara skrifast á
nafnlaust fyrst um sinn. Eg skal
játa, að mér væri það hreint
ekki á móti skapi að gerast hús-
móðir og eiginkona á stóru
heimili, þar sem mikið er um
gestakomur, og ég held meira að
segja, að ég sé vel hæf til þess.
En ég hef enga löngun til að
ráða húsum í loftkastala. Svo
er annað, sem bréfaviðskipti
myndu ef til vill leiða í ljós:
hvernig eru gáfur yðar? Sem
stendur uggir mig að nokkuð
skorti á í því efni.
Þó ég gruni yður ekki um að
vera kvennamorðingja — og þó,
hver veit — þá getur hugsast,
að þér séuð ríkur maður í leit
að ævintýri, já, jafnvel hjóna-
bandssvikari! Sjáið þér ekki, að
það ber ekki beinlínis vott um
skarpa greind að þér skuluð
auglýsa eftir eiginkonu til að
standa fyrir heimili yðar á sama
hátt og þér auglýsið eftir vinnu-
konu ? Og að þér skuluð ekkert
segja um sjálfan yður? Eg fyrir
mitt leyti kæri mig ekki um að
vera eiginkona eða húsmóðir á
heimili manns, sem kannski er
milli sextugs og sjötugs eða enn
eldri, eða giftast manni, sem lít-
ur á konuna sína eins og mublu,
eða kaldlyndum háðfugli — því
að ég dey, ef ekki er dálítil
mannleg hlýja í návist minni, og
umfram allt bros. En — ef þér
kærið yður um, þá getið þér
skrifað mér með þeirri utaná-
skrift, sem ég hef tilgreint, og
sýnt mér hvort ég hef gert skyn-
semi yðar og tilfinningum rangt
til. Hafi ég gert það, munuð þér
skilja, að ég kýs fyrst um sinn