Úrval - 01.07.1954, Side 26
24
TÍR VAL
essar niðurstöður af líkams-
mælingum Sheldons próf-
essors vöktu athygli, en naum-
ast verður sagt, að þær hafi
komið mönnum með öllu á ó-
vart. En þegar hann tók að rann-
saka skapgerð og önnur sálræn
einkenni þessara þriggja mann-
gerða, komu merkilegir hlutir
fram í dagsljósið.
Hann komst sem sé að þeirri
niðurstöðu ( sem nú er almennt
viðurkennd), að sálargerð
manna skiptist einnig í þrjár
megingerðir, og að þessar þrjár
meginsálgerðir komi að mestu
heim við hinar þr jár megingerð-
ir í líkamsbyggingu — „kvið-
maðurinn" hafi sína sérstöku
sálgerð, ,,vöðvamaðurinn“ sína
og ,,taugamaðurinn“ sína.
Um sálgerðirnar gildir það
sama og líkamsgerðirnar, að
þær finnast mjög sjaldan
„hreinar“. Flest erum við sam-
bland af öllum þrem gerðunum,
en þó er einhver oftast ríkjandi.
nplL þeirrar líkamsgerðar, sem
Sheldon kallar „kviðmann-
inn“, svarar sálgerð, sem nú er
oftast kölluð „tilfinningamaður-
inn“.
„Tilfinningamaðurinn" hefur
sérstakt yndi af góðum mat og
yfirleitt öllum líkamlegum þæg-
indum. Hann er félagslyndur og
unir sér illa ef hann þarf að vera
einn. Góðvild og vinátta geislar
frá honum til alls og allra; hann
er sæll þegar aðrir sýna honum
samúð og fellst fúslega á skoð-
anir og háttarlag annarra. Hann
hlær dátt að spaugsyrðum ann-
arra, og hagar sér yfirleitt mjög
eftir öðrum, sýnir t. d. mikinn
áhuga á stöðu þeirra í þjóðfé-
laginu og er ósjaldan ýkju-
fullur í viðhafnarlegum kurteis-
isvenjum. Hann er bæði um-
burðarlyndur og sjálfumglaður,
sefur vel (þangað til hann er
orðinn magaveikur af ofáti),
vill hafa frið, vill „lifa og láta
aðra lifa“. Hann skortir innri
glóð og festu. Bernskuna lítur
hann á sem hamingjusamasta
skeið ævinnar, og hann hefur
manna bezt lag á því að tala
við börn. Lendi hann í erfiðleik-
um, finnur hann hjá sér þörf
til að tala um þá við aðra, jafn-
vel ókunnuga.
Alger mótsetning þessa „kvið-
og tilfinningamanns" er önnur
meginsálgerðin: athafnamaöur-
inn, sem svarar til „vöðva-
mannsins“.
Sjálfsöryggi einkennir fas og
framkomu „athafnamannanna“
— sumpart af því að þeir eru
líkamlega sterkir og hafa að
jafnaði gott vald á hreyfingum
sínum, og sumpart af því að
þeir eru ekki nema tæplega í
meðallagi greindir.
Æsileg eftirvænting og á-
hætta er í þeirra augum krydd
lífsins. Þeir hafa yndi af íþrótt-
um og líkamsæfingum og finna
nautn í því að „nota kraftana".
Strangur agi er þeim að skapi
og driffjöðurin í lífi þeirra er
löngunin til að ráða yfir öðrum.