Úrval - 01.07.1954, Side 30
28
tJRVAL,
Þegar um sæmilega hraust-
byggðan sjúkling er að ræða,
nægja þessar aðgerðir næstum
alltaf, en ekki er víst, að sjúkl-
ingur með t. d. veikt hjarta
þoli þær, og þá hættir læknir-
inn ekki á að skera hann.
Þessi nýja aðferð, sem nefnd
hefur verið gerfidvali, vegna
þess að hún er í því fólgin að
koma sjúklingnum í ástand, sem
líkist náttúrlegum dvala sumra
spendýra, byggist að heita má
á gagnstæðri meginreglu. I stað
þess að reyna að auka súrefnis-
aðstreymið til líkamsvefjanna,
er dregið úr þörf líkamans fyrir
súrefni.
Menn hafa í mörg ár vitað,
að efnaskipti í líkama dýra, sem
liggja í dvala, eru miklu hægari
en í vöku. Ein vísbending um
þetta er, að mjög dregur úr
súrefnisneyzlu þeirra. Líkams-
hitinn lækkar einnig.
Læknar hafa reynt að draga
úr súrefnisneyzlu líkamans með
því að kæla hann áður en skurð-
aðgerð fer fram. Á þann hátt
vonuðust þeir til að geta dregið
úr lostáhrifum. Augljóst er, að
til þess að ná tilsettum árangri
var nauðsynlegt að koma í veg
fyrir skjálfta, sem er náttúrlegt
viðbragð líkamans við kulda.
Þetta tókst með djúpri svæfingu
eða með lyfjum sem draga úr
vöðvasamdrætti — sem ekki var
þó hættulaust fyrir sjúklinga,
sem voru veikir fyrir.
I fyrra gerðu tveir franskir
læknar tilraunir með gerfidvala.
1 september síðastliðnum kom til
Parísar frá Indókína hópur alvar-
legra særðra hermanna, sem allir
áttu hinni nýju svæfingartækni
— gervidvalanum — að þakka
líf sitt. Þeir voru fyrstu særðu
hermennirnir sem hlutu þessa
meðferð. Tveir franskir læknar
höfðu verið sendir til Indókina til
að reyna hana á vigstöðvunum.
Hermennirnir luku allir upp ein-
um munni um ágæti þessarar nýju
aðferðar, sem auk þess að bjarga
lífi þeirra hafði losað þá við
hræðilegar þjáningar. Einn þeirra
sagði svo frá: „Ég hlaut slæmt
sár á kviðarholi í launsátri í
frumskóginum. Ég missti mikið
blóð, og þegar fyrsti dofinn var
horfinn fékk ég hræðilegar kvalir.
Læknirinn í herdeild okkar spraut-
aði i mig „dvalacocktail". Það
seig þegar á mig mók og allar
kvalir hurfu. Ég fylgdist óljóst
með því sem gerðist, en ég fann
hvorki til ótta né kvíöa. Ég var
fluttur á sjúkrabörum, í jeppa, í
flugvél og sjúkrabíl, en ég hafði
engin óþægindi af hristingnum.
Svo var ég svæfður. Þegar ég
rankaði við mér lá ég í hreinu
rúmi í spitalanum í Hanoi. Gert
hafði verið að sárum mínum og
ég var þegar á batavegi."
— Everybody’s.
Aðferð þeirra var í því fólgin,
að eftir að sjúklingurinn var
sofnaður kældu þeir hann með
íspokum eða kældum ábreiðum.
Þeir kæfðu skjálftann með því
að dæla áður í æð sjúklingsins
lyfjablöndu, sem þeir kölluðu
„lytic cocktail“. Kjarninn í þess-
um ,,cocktail“ er nýtt lyf, sem
fannst í Frakklandi og kallað er
klórprómazín. Það hefur verið