Úrval - 01.07.1954, Side 38
36
ÚRVAL
hvernig honum tókst að tvinna
sínar nýju hugmyndir um af-
stæði hinum nýju hugmyndum
kvantafræðanna sem þá var
sem óðast verið að hamra og
sem hann átti svo drjúgan þátt
í að móta. Hann hlaut pró-
fessorsembætti í Prag, síðar í
Sviss og loks var honum búin
sérstök staða 1914 í Þýzka-
landi, sem forstöðumaður eðlis-
fræðistofnunar er ber nafn
Vilhjálms keisara og starfaði í
Berlín. Þetta var á þeirri
stundu þegar heimsstyrjöldin
fyrri skall á; þýzkum stjórnar-
völdum lá á stuðningi andans
manna við heimsveldisáform
sín og þau þrýstu fast á. Níu-
tíu og þrír af fremstu mönnum
þjóðarinnar rituðu undir ávarp
til stuðnings þátttöku hennar í
styrjöldinni. Einstein ritaði
ekki undir. Hann og tveir menn
aðrir rituðu gagnávarp gegn
herveldisstefnu. Það var einn
þeirra glæpa er síðari kynslóð
þýzkra þjóðrembingsmanna fyr-
irgaf honum eigi, en þessi
framkoma var í fullu samræmi
við gerðir hans endranær.
Svissneskur jú'ði með óger-
manskar hugmyndir.
Einstein hafði ungur kjörið
sér svissneskt ríkisfang og af-
salað sér þýzkum ríkisborgara-
rétti, því að honum gramdist
hernaðarandinn í hinu prúss-
neska Þýzkalandi þeirra tíma.
Hann gerðist Þjóðverji aftur
1918 í vináttuskyni við Weim-
arlýðveldið. En Weimarlýðveld-
ið hlífði honum engan veginn
gegn árásum. Þessar árásir
komu úr tveimur áttum eftir
1919, þegar kenningar hans
höfðu aflað honum heims-
frægðar. Annars vegar voru
nazistarnir. Þeim þótti Einstein
og kenningar hans einfaldlega
,,ógermanskar“, eins og það hét
á máli líðandi stundar; orðið
lætur ólánlega í eyrum, ekki
sízt vegna þess hve mjög það
líkist orðtaki er nú tíðkazt
handan Atlantshafs og notað
er þar um hverskonar andleg-
an ágreining. En hafi nazistar
litið á Einstein sem Gyðing
með ógermanskar hugmyndir,
andaði eigi síður köldu til hans
yfir Rín; þar sátu menn með
sárar minnirigar úr löngu og
blóði stokknu stríði, þeir litu á
Einstein sem þýzkan vísinda-
mann er allt of mikið væri
látið með. Mörgum Frakka
fannst það skammarlegt að
Einstein skyldi fá verðlaun
Nobels árið 1921.
1932 var svo komið að lífið
var honum óbærilegt í Þýzka-
landi; hann fluttist þá til
Bandaríkja Norðurameríku og
hefur starfað við Institute of
Advanced Study í Princeton síð-
an, en við þá stofnun starfa
ýmsir af fremstu vísindamönn-
um heimsins við mjög frjáls-
leg skilyrði. Fram til þess tíma
hafði hann verið friðarsinni.
Nú tók hann þá afstöðu sína
til endurskoðunar, íhugaði á