Úrval - 01.07.1954, Síða 38

Úrval - 01.07.1954, Síða 38
36 ÚRVAL hvernig honum tókst að tvinna sínar nýju hugmyndir um af- stæði hinum nýju hugmyndum kvantafræðanna sem þá var sem óðast verið að hamra og sem hann átti svo drjúgan þátt í að móta. Hann hlaut pró- fessorsembætti í Prag, síðar í Sviss og loks var honum búin sérstök staða 1914 í Þýzka- landi, sem forstöðumaður eðlis- fræðistofnunar er ber nafn Vilhjálms keisara og starfaði í Berlín. Þetta var á þeirri stundu þegar heimsstyrjöldin fyrri skall á; þýzkum stjórnar- völdum lá á stuðningi andans manna við heimsveldisáform sín og þau þrýstu fast á. Níu- tíu og þrír af fremstu mönnum þjóðarinnar rituðu undir ávarp til stuðnings þátttöku hennar í styrjöldinni. Einstein ritaði ekki undir. Hann og tveir menn aðrir rituðu gagnávarp gegn herveldisstefnu. Það var einn þeirra glæpa er síðari kynslóð þýzkra þjóðrembingsmanna fyr- irgaf honum eigi, en þessi framkoma var í fullu samræmi við gerðir hans endranær. Svissneskur jú'ði með óger- manskar hugmyndir. Einstein hafði ungur kjörið sér svissneskt ríkisfang og af- salað sér þýzkum ríkisborgara- rétti, því að honum gramdist hernaðarandinn í hinu prúss- neska Þýzkalandi þeirra tíma. Hann gerðist Þjóðverji aftur 1918 í vináttuskyni við Weim- arlýðveldið. En Weimarlýðveld- ið hlífði honum engan veginn gegn árásum. Þessar árásir komu úr tveimur áttum eftir 1919, þegar kenningar hans höfðu aflað honum heims- frægðar. Annars vegar voru nazistarnir. Þeim þótti Einstein og kenningar hans einfaldlega ,,ógermanskar“, eins og það hét á máli líðandi stundar; orðið lætur ólánlega í eyrum, ekki sízt vegna þess hve mjög það líkist orðtaki er nú tíðkazt handan Atlantshafs og notað er þar um hverskonar andleg- an ágreining. En hafi nazistar litið á Einstein sem Gyðing með ógermanskar hugmyndir, andaði eigi síður köldu til hans yfir Rín; þar sátu menn með sárar minnirigar úr löngu og blóði stokknu stríði, þeir litu á Einstein sem þýzkan vísinda- mann er allt of mikið væri látið með. Mörgum Frakka fannst það skammarlegt að Einstein skyldi fá verðlaun Nobels árið 1921. 1932 var svo komið að lífið var honum óbærilegt í Þýzka- landi; hann fluttist þá til Bandaríkja Norðurameríku og hefur starfað við Institute of Advanced Study í Princeton síð- an, en við þá stofnun starfa ýmsir af fremstu vísindamönn- um heimsins við mjög frjáls- leg skilyrði. Fram til þess tíma hafði hann verið friðarsinni. Nú tók hann þá afstöðu sína til endurskoðunar, íhugaði á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.